Magnesium olía, sprey

/ Heilsuvörur / Magnesíum / Magnesium olía, sprey
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Fjarðarkaup
 • Hagkaup
 • Þín Verslun Seljabraut
 • Flest apótek og heilsubúðir

Magnesium olía, sprey

Better You
Vörunúmer: 16000128
Pakkningastærð: 100 ml
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Fjarðarkaup
 • Hagkaup
 • Þín Verslun Seljabraut
 • Flest apótek og heilsubúðir

Færðu harðsperrur eða vöðvakrampa?

Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta steinefni hefur t.a.m. áhrif á:

 • Orkumyndun (ATP í frumunum)
 • Vöðvastarfsemi
 • Taugastarfsemi
 • Myndun beina og tanna
 • Meltingu
 • Blóðflæði
 • Kalkupptöku
 • Húðheilsu

Líkami okkar þarfnast magnesíum til að ýta undir aukna orku, jafna út blóðflæði, auka kalk upptöku og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Við nútíma matarframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna.

 

Magnesíum olíurnar frá Better you er einstök formúla í úðaformi sem borin er beint á þann stað sem er að angra þig og áhrifin koma nánast samstundis í ljós, hvort sem um stífleika, bólgur, harðsperrur eða önnur vöðvaeymsli er að ræða.

Magnesíum Original er magnesíum klóríð bætt lindarvatni og er það hreinasta magnesíum afurðin af þeim 3 tegundum sem eru í boði frá Better You. Hinar eru Magnesíum Goodnight og Magnesíum Recovery

 

 

Merki um magnesíumskort.

 • Svefnerfiðleikar
 • Sinadráttur
 • Vöðvakrampi
 • Aukin næmni fyrir stressi
 • Síþreyta
 • Orkuleysi
 • Höfuðverkir
 • Fjörfiskur

 

ATH!

Oft gerist það að fólk sem er nýbyrjað að nota magnesíum í olíu formi að það finni fyrir kláða eða hita tilfinningu í húðinni. Þegar svo er,  er það oft merki um of lítið magn af magnesíum í líkamanum. Ráðlagt er að minnka skammtinn sem borinn er á líkamann fyrst um sinn og auka hann svo hægt og rólega.

 

Í þessum vörum er notað Zechstein® Magnesíum sem er eitt hreinasta og náttúrlegasta form af magnesíum í heiminum:

Fyrir um 250 milljón ára síðan voru höfin sem voru staðsett næst miðbaug nálægt því að gufa upp. Það vatn sem stóð eftir úr Zechstein hafinu sem staðsett í Norður Evrópu er talið hreinasta auðlind af Magnesíum klóríð (chloride) sem fyrir finnst. Magnesíum er sótt í sjóinn og borað 1,5 km niður í hafsbotninn til að verða sér úti um það. Því er ekki að ástæðulausu að magnesíum úr Zechstein hafinu sé talið eitt það hreinasta sem fyrirfinnst á móður jörð.

 

 

Til fróðleiks:

Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk  sé í skorti og t.d. er talið að allt að 80% bandaríkjamanna sé í skorti. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/rangt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.

 

Tengdar vörur…