Magnesium olía original
Better YouMagnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðva líkamans.
Magnesíum olíurnar frá Better You er einstök formúla í úðaformi sem borin er beint á þann stað sem er að angra með einstakri virkni.
Magnesíum Original er magnesíum klóríð bætt lindarvatni og er það hreinasta varan af þeim magnesíum olíum sem í boði eru frá Better You. Hinar eru Magnesíum Goodnight, Magnesíum Recovery og Magnesíum Joint.
Better You notar Zechstein® Magnesíum í sínar vörur. Fyrir um 250 milljón ára síðan voru höfin sem voru staðsett næst miðbaug nálægt því að gufa upp. Það vatn sem stóð eftir úr Zechstein hafinu sem staðsett í Norður Evrópu er talið hreinasta auðlind af Magnesíum klóríð (chloride) sem fyrir finnst. Magnesíum er sótt í sjóinn og borað 1,5 km niður í hafsbotninn til að verða sér úti um það. Því er ekki að ástæðulausu að magnesíum úr Zechstein hafinu sé talið eitt það hreinasta sem fyrirfinnst á móður jörð.
Magnesíum stuðlar að:
- viðhaldi eðlilegra beina
- viðhaldi eðlilegra tanna
- eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
- eðlilegri vöðvastarfsemi
- eðlilegri prótínmyndun
- eðlilegri starfsemi taugakerfisins
- eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
- því að draga úr þreytu og lúa
Merki um magnesíumskort:
- Svefnerfiðleikar
- Sinadráttur
- Vöðvakrampi
- Aukin næmni fyrir stressi
- Síþreyta
- Orkuleysi
- Fjörfiskur
Til fróðleiks:
Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk sé í skorti og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna sé í skorti. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/slæmt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.
Notkun: Spreyið 5-10 úðum á liði eða vöðva. 10 sprey veita þér 200 mg af magnesíum. Helmingur af skammti fyrir börn. Það má þó bera það á eins oft og þörf er á. Hugsanlega finnur fólk fyrir kláða eða kitli þegar magnesíum er sett á húðina en það gerist þegar það smýgur inn í líkamann.
Ekki skal nota meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Magnesium Muscle fyrir íþróttafólk.
-
Magnesium með róandi ilmkjarna olíum.
-
Flögur fyrir þreytta vöðva og liði.