Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðs-
setningu á lyfjum og heilsuvörum.

  • Artasan er samstarfsaðili nokkurra stærstu lausasölulyfja- og samheitalyfjaframleiðenda heims og þekktra heilsuvöruframleiðenda og veitir þeim þjónustu við innflutning, skráningu, dreifingu og sölu- og markaðsmál.
  • Artasan leggur áherslu á hágæðavörur og að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum.
  • Markmið Artasan er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfja- og heilsuvörumarkaðnum, sem og í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.

Skipurit

brynjulfur_gudmundsson-c

Brynjúlfur Guðmundsson

framkvæmdastjóri

  • Sölusvið

    Þórhallur Baldursson

    Sölustjóri

  • Neytendavörur

    Bryndís Ragna Hákonardóttir

    Markaðsstjóri

  • Lausasölulyf

    Arnþór Jóhannsson
    Arnþór Jóhannsson

    Markaðsstjóri

  • Samheitalyf 1

    Hildur Þórðardóttir
    Hildur Þórðardóttir

    Markaðsstjóri

  • Samheitalyf 2

    Helga Þóra Eiríksdóttir

    Markaðsstjóri

Stjórnendur

Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri

Brynjúlfur Guðmundsson

Framkvæmdarstjóri

Brynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan. Brynjúlfur sinnti áður starfi markaðsstjóra lausasölulyfja hjá Artasan og þar á undan starfaði hann sem markaðsfulltrúi fyrir Evrópu og Asíu hjá ARRI í London og seinna sem ráðgjafi hjá Accenture í London, Englandi.

Brynjúlfur er með MBA gráðu (2010) og BSc í alþjóða markaðsfræði (2003) frá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórn

Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður

Hrund Rudolfsdóttir

Stjórnarformaður

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas og tók við því starfi þann 15. október 2013. Hún var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Eimskips. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School.

Magnús Norðdahl

Magnús Norðdahl

Magnús hefur yfir 25 ára reynslu af því að gegna ýmsum stjórnunarstöðum í atvinnugreinum eins og hugbúnaðarþróun, upplýsingatækni og innan lyfja- og bankageirans á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur skjalfesta ferilskrá og stjórnunarhæfileika sem hafa skilað góðum árangri, með áherslu á samskipti við viðskiptavini, gæði, sjálfbærni, arðsemi og stýrðan vöxt.
Magnús er með B.Sc. gráðu í tölvuvísindum og stærðfræði frá Rockford College 1986, B.Sc gráðu í rafmagnsverkfræði 1988 og mastersgráðu í rafmagnsverkfræði 1989 frá University of California.

Fjölvar Darri Rafnsson

Fjölvar Darri Rafnsson

Fjölvar Darri Rafnsson er stjórnarformaður og hluthafi í Stöllum ehf. og Þyrluþjónustunni ehf. Hann er hluthafi Wedo ehf. og var fjármálastjóri þar 2016-2020. Hann var einn af stofnendum Alva ehf. sem átti Bland, Heimkaup, Skífuna, Hópkaup og stofnaði Netgíró (2010-2016). Einnig stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Vatn og Veitur árið 2010, sem var síðan selt árið 2017. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Pharma Investment B.V. 2006-2010, hollensks eignarhaldsfélags sem var í eigu Milestone og EBRD, og fjárfesti í lyfjakeðjum í Austur-Evrópu. Þar áður var hann aðstoðarmaður forstjóra hjá Degi Group ehf. og framkvæmdastjóri Office1, 2004-2006. Á árunum 2000-2004 gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Lyfju hf., þar á meðal sem starfsmanna- og rekstrarstjóri og þar áður starfaði hann hjá Capacent á Íslandi. Hann er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Gildi

  • Fyrirtækið leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan mögulegan hátt með skilvirkri og hnitmiðaðri starfsemi og leitar stöðugt nýrra leiða til að gera hlutina betur.
  • Með þessu viljum við skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa einstaklinga til starfa og gera samstarfsaðilum okkar kleift að ná settum markmiðum. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

Gildin sem starfsmenn Artasan hafa að leiðarljósi í störfum sínum eru

  • Áreiðanleiki

    Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og lofum og að lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar séu virt.

  • Hreinskiptni

    Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar tíma.

  • Framsækni

    Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.

Birting upplýsinga/Disclosure code

Frá 30. júní 2016, verða gerðar aðgengilegar, hér á þessari síðu, upplýsingar á grundvelli reglna um birtingu upplýsinga, the Disclosure Code. Um er að ræða greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir á árinu 2015. En hvers vegna?
Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.

EFPIA, Frumtök og öll aðildarfyrirtæki þess styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana frá og með árinu 2016. Í ár verða birtar upplýsingar byggðar á samskiptum ársins 2015 og þaðan í frá árlega. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur.

Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga.

Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu Artasan í samráði við og með samþykki viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

Veritas samstæðan

  • Veritas logoVeritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið er kjölfesta samstæðunnar og veitir þjónustu til dótturfyrirtækjanna svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.
  • Vistor logoSamstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja – veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, ásamt því að hafa milligöngu um dreifingarþjónustu
  • Distica logoSérhæft fyrirtæki í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja, hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi
  • Medor logoLeiðandi fyrirtæki í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvöru

  • Leiðandi fyrirtæki í ráðgjöf, sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum.

Viðurkenningar

  • Jafnlaunaúttekt PWC
  • Fyrirtæki ársins 2021
  • Framúrskarandi fyrirtæki 2016-2020
  • Miðstöð um samfélagsábyrgð