Heilsublaðið er komið út!

Heilsuhilla Artasan hefur hafið útgáfu Heilsublaðsins. Í Heilsublaðinu má m.a. finna fróðlegar kynningar, reynslusögur og skemmtiefni, allt tengt heilsu og vellíðan. Heilsuhillan hefur það að markmiði að fræða almenning um ýmislegt gagnlegt sem tengist heilsu og almennu heilbrigði í daglegu lífi. Vertu með!

Lestu Heilsublaðið hér

Heilsuvörur

Heilsuvörudeild Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á vítamínum og bætiefnum ásamt ýmis konar heilsutengdum vörum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða einungis hágæðavörur sem eru framleiddar af sérvöldum framleiðendum víðs vegar um heiminn þar sem einungis er notast við gæðahráefni. Markmið okkar er selja vörur sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.

Vörurnar eru seldar í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og verslana.

Skoða nánar

Vinsælar heilsuvörur


Lausasölulyf

Lausasölulyf eru lyf sem þarf ekki uppáskrift frá lækni fyrir, þau eru ekki lyfseðilskyld. Við seljum einungis lausasölulyf frá þekktum lyfjaframleiðendum sem uppfylla kröfur Lyfjastofnunar Íslands um gæði, öryggi og framleiðslu. Artasan selur mörg vinsælustu lausasölulyfin á Íslandi, þar á meðal Nicotinell, Panodil verkjalyf, Otrivin nefúða, Voltaren Gel og Strepsils.

Lausasölulyfin fást í öllum apótekum ásamt því að Nicotinell fæst einnig í stórmörkuðum og bensínstöðvum um land allt.

Skoða nánar

Vinsæl lausasölulyf

Lækningavörur

Lækningavörur eru ýmis tæki og vörur sem notaðar eru í læknisfræðilegum tilgangi. Artasan býður upp á fjölbreytt úrval af lækningavörum. Við leggjum metnað í að selja einungis lækningavörur sem eru CE merktar, skráðar og samþykktar af Lyfjastofnun Íslands.

Lækningavörurnar fást í öllum apótekum.

Skoða nánar

Vinsælar lækningavörur


Barnavörur

Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar og þess vegna leggjum við metnað í að bjóða einungis uppá hágæða vörur fyrir litlu krílin. Artasan er með fjölbreytt úrval af barnavörum frá þekktum framleiðendum sem eru fremstir í flokki þegar kemur að vörum fyrir börn og mæður. Medela og Lansinoh leggja sérstaka áherslu á vörur sem styðja við mæður til að gera brjóstagjöfina farsæla, hvort sem það eru brjóstadælur, brjóstakrem, lekahlífar eða gelpúðar þá erum við með réttu vöruna. Einnig erum við með snuð frá BiBi, bossakrem, nefsugu ásamt ýmsum öðrum vörum fyrir börn.

Barnavörurnar okkar fást í apótekum, stórmörkuðum og sérverslunum með barnavörur.

Skoða nánar

Vinsælar barnavörur


Tannheilsa

Það er mikilvægt að hugsa vel um tennurnar, tannhirða, mataræði og reglulegt tanneftirlit stuðlar að betri tannheilsu. Góð tannheilsa veitir vellíðan og eykur lífsgæði því er eftirsóknarvert að hafa heilbrigðar tennur. Artasan er með fjölbreytta línu af hágæða tannvörum sem tannlæknar mæla með m.a. frá GUM sem eru með breiða línu af tannhirðuvörum. Einnig Sensodyne tannkrem, tannbursta og fleira.

Tannvörurnar okkar eru fáanlegar í öllum apótekum og öllum helstu stórmörkuðum.

Skoða nánar

Vinsælar tannheilsuvörur

Húð & hár

Artasan er með lífrænar vörur fyrir húð og hár frá Dr. Organic. Vörurnar frá Dr. Organic hafa verið gríðarlega vinsælar enda breið vörulína þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er Artasan einnig með íslenskar vörur sem eru framleiddar úr minkaolíu. Vörulína Salcura hentar svo þeim sem eru með sértækar þarfir vegna húðsjúkdóma en þær innihalda eingöngun fyrsta flokks hrein hráefni.

Skoða nánar

Vinsælar húð- og hárvörur


Matvara

Artasan býður upp á lífrænar og hollar matvörur. Vörulínu fyrir þá sem eru á Ketó mataræði og lífrænar olíur til matargerðar.

Skoða nánar

Vinsæl matvara