Zovir krem
Zovir krem er ætlað til meðhöndlunar á Herpes simplex sýkingum á vörum og í andliti (endurvirkjuðum herpes labialis).
Fullorðnir og börn: Zovir krem á að nota fimm sinnum á dag með u.þ.b. 4 klst. millibili, en ekki að nóttu til. Meðferð ætti að halda áfram í 5 daga. Ef það dugir ekki má halda meðferð áfram í allt að 10 daga. Ef einkenni eru ekki horfin eftir 10 daga ætti sjúklingur að hafa samband við lækni. Berist á sýkt svæði eins fljótt og hægt er eftir að einkenni um sýkingu koma fram. Það er mjög mikilvægt að meðhöndla endurtekin tilfelli strax á byrjunarstigi.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Tengdar vörur…
-
Góðgerlar fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans.
-
Það tekur aðeins 1 sekúndu að mæla hitann.
-
Panodil Zapp töflur eru verkjastillandi og hitalækkandi.
-
Hefur hjálpað þúsundum íslendinga með liðeymsli.