Pro-Staminus
MezinaSérstaklega fyrir karlmenn sem hafa tíð þvaglát á nóttunni
Pro Staminus er sérstaklega þróað fyrir karlmenn sem hafa tíð þvaglát á nóttunni og/eða að bunan er orðin slöpp. Frábær náttúruleg blanda sem hefur það að markmiði að bæta bæði bununa og svefninn í leiðinni.
Blöðruhálskirtillinn er lítill kirtill á stærð við valhnetu. Kirtillinn er einungis í karlmönnum en hann myndar sæðisvökva sem blandast sáðfrumunum frá eistunum við sáðlát. Með aldrinum stækkar kirtillinn og er talið að um 50% karlmanna á miðjum aldri hafi góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Tíðnin vex með hækkandi aldri.
Algengustu einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli er truflun á þvaglátum. Einkennum má þó gróflega skipta í tvennt, annars vegar vegna teppu sem stækkunin veldur og hins vegar vegna ertingar sem verður á blöðruna. Helstu einkenni eru tíð þvaglát, kraftlítil þvagbuna, bunubið sem stendur á því að koma bununni af stað, þvagleki, slitrótt þvaglát, erfitt að tæma og tilfinning um að blaðran sé ekki tóm og þvagteppa.
Blandan inniheldur hörfræjaþykkni, graskersfræjaþykkni, granateplaþykkni ásamt sink, selen, E og D- vítamín.
Hörfræjaþykkni
250 mg dagskammtur af hörfræjaþykkni samsvarar 2250 mg af hörfræjum. Hefur það að markmiði að spornar við myndun di-hydro-testóseróns sem er megin ástæða stækkunar á blöðruhálskirtli.
Graskersfræjaþykkni
Graskersfræjaþykknið samsvarar 1500 mg. Hefur verið notað við stækkuðum blöðruhálskirtli. Nýlegar rannsóknir sýna fram á sambærilega virkni og hörfræjaþykknið.
Granateplaþykkni
Granateplaþykkni samsvarar 1200 mg granatepli. Granatepli eru rík af andoxunarefnum sem vinna gegn skaðlegum sindurefnum sem umbreyta heilbrigðum frumum í skaðlegar. Mjög mikilvægt til að viðhalda heilbrigði blöðruhálskirtilsins.
Notkun: 2 töflur á dag með glasi af vatni.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.