Magnesíum Sleep húðmjólk fyrir börn

/ Heilsuvörur / Svefn / Magnesíum Sleep húðmjólk fyrir börn
húðmjólk
Dreifingaraðili: Distica

Magnesíum Sleep húðmjólk fyrir börn

Better You
Vörunúmer: 16000281
Pakkningastærð: 135 ml
Dreifingaraðili: Distica

Inniheldur lavender og kamillu sem róar og sefar

Better You hefur tekið höndum saman við ævintýrið Roald Dahl Story til að færa börnum einstakt einstakt úrval af vítamín- og steinefna blöndum.

Magnesíum Sleep Lotion er sérstaklega hannað fyrir börn frá 1 árs aldri. Húðmjólkin inniheldur magnesíum sem hefur það að markmiði að hjálpa þreyttum vöðvum að ná slökun, lavender og kamillu til að róa og sefa og undirbúa líkamann fyrir svefn. Saman hjálpa þessi efni til við að ná endurnærandi nætursvefni.

Magnesíum húðmjólkin smýgur auðveldlega inn í húðina svo áhrifin skili sér hratt og vel.

  • Húðmjólkin hefur verði prófuð af húðsjúkdómalæknum og hentar fyrir viðkvæma húð.
  • Inniheldur ekki parabena, gervi-, litar- eða ilmefni.

Magnesíum stuðlar að:

  • viðhaldi eðlilegra beina
  • viðhaldi eðlilegra tanna
  • eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
  • eðlilegri vöðvastarfsemi
  • eðlilegri prótínmyndun
  • eðlilegri starfsemi taugakerfisins
  • eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
  • því að draga úr þreytu og lúa

 

Til fróðleiks

Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk  sé í skorti og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna sé í skorti. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/slæmt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.

Notkun: Berið á hreina, þurra húð barnsins u.þ.b. 30 mínútum fyrir svefn. 5ml (4 pumpur) gefa 37 mg af magnesíum sem líkaminn tekur upp.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Tengdar vörur…