Lífræn og kaldpressuð Avocado olía

/ Matvara / Olíur / Lífræn og kaldpressuð Avocado olía
Lífræn kaldpressuð avocado olía
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir
  • Heilsuhillur verslana

Lífræn og kaldpressuð Avocado olía

Natures Aid
Vörunúmer: 16000251
Pakkningastærð: 250 ml
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir
  • Heilsuhillur verslana

Avókadó eða lárpera er ávöxtur með afar hátt fituinnihald og er uppistaða fitunnar einómettaðar fitusýrur sem kallast „Oleic acid“ eða Omega 9.  Þessi tegund fitusýru er einnig í ríku mæli í ólívuolíu en hún virðist hafa afar jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi okkar þar sem hún dregur úr bólgum og er góð fyrir hjartað.

Í matargerðina

Avókadó olía er hitaþolin upp að 249 °C og því afar hentug í matargerð.

Á húðina

Avókadó olía er sérlega góð fyrir þurra húð og margt virðist benda til þess að hún hjálpi m.a. til við að laga skemmdir í húð vegna svokallaðra phytosteróla sem hún inniheldur.

Í hárið

Olíuna má nota í hárið eins og aðra olíu og ef hún er notuð sem gljái, þá harðnar hún ekki þó svo að frost sé úti. Hún er frábær sem djúpnæring þar sem hún inniheldur biotin sem er styrkjandi fyrir hárið.

Avókadó olía inniheldur:

Vítamín: A, B1, B2, B5, D og E

Fitusýrur- einómettaðar.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…