Fljótandi kókosolía

/ Matvara / Olíur / Fljótandi kókosolía
Fljótandi kókosolía
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Apótek
 • Almennar verslanir
 • Heilsuhillur verslana

Fljótandi kókosolía

Natures Aid
Vörunúmer: 16000249
Pakkningastærð: 250 ml
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Apótek
 • Almennar verslanir
 • Heilsuhillur verslana

Kókosolía er ein fárra fæðutegunda sem hægt er að kalla ofurfæðu en einstök samsetning fitusýra hennar getur haft mikil og góð áhrif á heilsu. Rannsóknir á eiginleikum hreinnar kókosolíu hafa sýnt fram á að hún örvar efnaskipti líkamans og eykur því brennslu. Hún gefur aukna orku ásamt því að vera mjög græðandi, Hún getur verið:

 

 • Verið góð fyrir hjartað
 • Örvað efnaskiptin
 • Drepið sýkla og veirur
 • Styrkt ónæmiskerfið
 • Aukið orku
 • Gert húðina fallegri og unglegri
 • Stutt við og styrkt heilbrigða starfsemi skjaldkirtilsins
 • Bætt kólesterólgildi
 • Verndað fyrir sólargeislum
 • Bætt heilastarfsemi í alzheimer sjúklingum

 

Flestar fitusýrur í matnum eru langar fitusýrur, en meðallöngu fitusýrurnar úr kókosolíunni meltast öðruvísi. Úr meltingarveginum fara þær beint í lifrina, þar sem þær eru ýmist notaðar sem auðleysanlegur orkugjafi eða breytt í ketóna sem geta haft jákvæð áhrif á heilasjúkdóma eins og flogaveiki og Alzheimer.Um 90% fitusýranna í kókosoliu mettaðar en nú er búið að sýna fram á að mettuð fita er skaðlaus. Fjöldi mjög stórra rannsókna þar sem þátttakendur voru jafnvel hundruðir þúsunda sýna að kenningin um að mettuð fita stíflaði æðar átti ekki við rök að styðjast.

 

Gott er að fá sér 1-2 (og jafnvel 3) matskeiðar á dag því hún er bragðlítil og ekki of þykk og svo er hún upplögð í matargerðina. Hana má einnig bera á húð og í hár.

 

Liquid coconut oil frá Natures aid er verðlaunuð framleiðsla og árið 2014 var hún valin “Best Food & Drink Product” í heilsufæðisgeiranum (Health Food Business).

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…