Hair, Skin and Nails
Natures AidFalleg húð, sterkar neglur og gott hár er alltaf eftirsóknarvert
Hair, Skin and Nails er frábær blanda fyrir hár, húð og neglur. Blandan inniheldur 500 mg af MSM, kísil, aloe vera þykkni, bíótín, E og C vítamín, kalk, kopar, sink, mangan og kelp.
MSM er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á kollageni í húðinni en skortur á því getur valdið slappri húð. MSM vinnur ásamt C vítamíni að því að byggja upp nýja og heilbrigða vefi.
Kísill er eitt algengasta steinefnið á yfirborði jarðar og er það afar mikilvægt fyrir almennt heilbrigði okkar þar sem það er nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds. Kísill örvar efnaskipti og myndun fruma. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir heilbrigði hárs, nagla, húðar, beina og brjósks en hann eykur teygjanleika og þéttleika vefja og slímhúðar. Einkenni kísilskorts hjá fólki er m.a. hármissir og lélegur vöxtur nagla en magn þessa efnist í líkamanum minnkar eftir því sem við eldumst.
Aloe Vera þykkni inniheldur omega 6 fitusýrur og er afar rakagefandi fyrir húð og neglur. Það er ríkt af amínósýrum, C og E vítamíni og sinki. Bíótín, kopar og sink hjálpa til við að viðhalda heilbrigði hárs og húðar og að auki stuðlar sink að viðhaldi eðlilegra nagla.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna.
- Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt-, sterkju- og sykurlaust.
Notkun: 1 tafla á dag með mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Hair Volume hlaup fyrir líflegra hár.
-
Náttúrulegt fæðubótarefni sem stuðlar að líflegra hári.
-
Fyrir hársvörðinn.