Glucosamine & Chondroition Complex

/ Heilsuvörur / Vítamín & bætiefni / Glucosamine & Chondroition Complex
glucosamin
Dreifingaraðili: Distica

Glucosamine & Chondroition Complex

natures aid
Vörunúmer: 16200209
Pakkningastærð: 90 stk.
Dreifingaraðili: Distica

Glúkósamín er eitt af þeim liðbætiefnum sem hafa reynst vel við að draga úr liðverkjum. Hér er það blandað saman við kondrótín súlfat, engifer og túrmerik sem geta dregið úr bólgum og svo C-vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks.

Í dagsskammti, 2 töflum eru:

  • Glucosamine 1000mg
  • Chondroitin 200mg
  • Vitamin C 50mg
  • Rosehip 25mg
  • Ginger 100mg
  • Turmeric 100mg

Glúkósamín er amínósykra sem þýðir að það er gert úr prótínsameind sem blönduð er við sykursameind. Líkaminn framleiðir sjálfur glúkósamín en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum. Inntaka á glúkósamíni eykur framboð þess í líkamanum sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem annars væri mögulegt. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi glúkósamíns og að það stuðli að endurnýjun á brjóski og geti þannig dregið úr einkennum slitgigtar.

Kondtrótín súlfat er byggingarefni brjósks og eru þessi tvö efni því afar góð blanda fyrir liðina.

Túrmerik er þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika sína en á síðu Önnu Rósu grasalæknis er að finna mikinn fróðleik um þessa sannkölluðu töfrarót: https://annarosa.is/2016/10/18/er_turmerik_tofrajurt/

Engifer er einnig öflug rót og á síðu landlæknis segir: „Engifer hefur verið notað við gigt, ógleði við krabbameinsmeðferð, lystarleysi, kvefi, flensu og mígreni. Ekki er hægt að meta gagnsemi engifers við þessum kvillum og sjúkdómum vegna skorts á rannsóknum“. Lesa má greinina í heild sinni hér.  

Fersk rósaber innihalda mikið magn af C-vítamíni en það dregur verulega úr því þegar þau eru unnin. Það eru þó önnur efni sem eru til staðar ennþá og sýna flestar rannsóknir að ákveðnar afurðir unnar úr rósaberjum geti dregið úr verkjum og stífleika og aukið virkni fólks með slitgigt.

C-vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…