Lamisil krem - við sýkingum af völdum húðsveppa - Artasan

Lamisil krem

/ Lausasölulyf / Sveppasýking / Lamisil krem
Dreifingaraðili: Distica

Lamisil krem

Styrkleiki: 10 mg/mg
Pakkningastærð: 15 g, 30 g.
Dreifingaraðili: Distica

Lamisil krem er notað við sýkingum í húð af völdum húðsveppa.

Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Berist á einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring eftir ábendingum.

Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið áður en kremið er borið á. Nota skal nægilegt magn af kremi til að þekja allt sýkta svæðið.

Meðferðarlengd: Sveppasýking á líkama, í nára og/eða spöng (dermatofytosis corporis, cruris): Einu sinni á sólarhring í eina viku.

Fótsveppir milli táa (dermatofytosis pedis (interdigital type)): Einu sinni á sólarhring í eina viku.

Litbrigðamygla (Pityriasis versicolor): Tvisvar sinnum á sólarhring í eina viku. Einkenni hverfa oft á fáeinum dögum.

Óregluleg notkun eða ef meðferð er hætt of snemma getur leitt til þess að sýkingin blossi upp að nýju.

Ef ekki sjást merki bata eftir eina viku á að endurmeta sjúkdómsgreininguna.

Ekkert bendir til þess að aldraðir þurfi aðra skammta eða að þeir fái aðrar aukaverkanir en yngri sjúklingar.

Reynsla af notkun Lamisil krems hjá börnum yngri en 12 ára er takmörkuð. Á aðeins að nota hjá börnum yngri en 12 ára í samráði við lækni.

 

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

 

Tengdar vörur…

Pöntun og dreifing: 412 7520

Starfsmenn

Fáðu aðstoð hjá starfsfólkinu okkar

Finna starfsmann

  • Artasan

    Kt: 620307-2380

    VSK númer: 093807

  • Heimilisfang

    Suðurhrauni 12a

    210 Garðabæ

  • Opnunartími

    Alla virka daga frá 9-16

  • Sími/Netfang

    Sími: 414 9200

    artasan@artasan.is

Sala og markaðssetning á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsuvörum