Verndaðu húðina frá sólinni með Frezyderm

/ Verndaðu húðina frá sólinni með Frezyderm

Á þessum tíma árs er oft mikil eftirvænting fyrir því að sumarið fari að bresta á með sól og hlýju. Þegar sólin skín hátt á lofti hér á landi má gjarnan sjá fólk flykkjast út á götur, garða og sundlaugar með það að markmiði að sleikja sólina. Á Íslandi er sólin sterkust í júní og júlí en huga þarf að sólarvörnum frá miðjum apríl og fram í lok september. Sólin gefur okkur vissulega gleði og hlýju en hins vegar er hún ekki alveg hættulaus þar sem hún gefur einnig frá sér útfjólubláa geisla sem geta skaðað okkur ef við förum ekki varlega. 

Þó svo að sólin sé oft á tíðum mikill gleðigjafi þá er nauðsynlegt að verja sig fyrir geislum hennar sem ver bæði gegn UVA og UVB geislum sólarinnar.

Sólargeislar geta valdið varanlegum húðskemmdum 

Sólargeislar samanstenda af skærum ljósum sem við sjáum, innrauðum geislum sem við finnum fyrir sem hlýju ásamt útfjólubláum geislum sem við ekki sjáum. UVB geislun er nauðsynleg fyrir myndun D- vítamíns í húðinni en hins vegar veldur hún, ásamt UVA geislun, varanlegum húðskemmdum. Þessir útfjólubláu geislar valda húðinni skaða sem kemur fram sem ójafn húðlitur eða öldrun húðar þar sem húðin virðist eldri en aldur segir til um. Þessi húðskaði getur svo með tímanum leitt til langvinnra kvilla. Því má segja að sólar geislar sem við elskum að sleikja og njóta á sumardögum, geti jafnframt valdið hinum ýmsu kvillum en því er afar mikilvægt að verja húðina vel þegar sólin skín og getur dagleg notkun sólarvarnar,  komið í veg fyrir slíkt.  

 

Sólarvörn er ein besta vörn gegn ótímabærri öldrun 

Þó svo að sólin sé oft á tíðum mikill gleðigjafi þá er nauðsynlegt að verja sig fyrir geislum hennar sem ver bæði gegn UVA og UVB geislum sólarinnar. Sólarvörn á að bera á líkamann 30 mínútum áður en farið er í sól og endurtaka á 2-3 klukkustunda fresti. Þó er einnig mikilvægt að muna að bera sólarvörn á svæði sem ekki eru dulin með klæðnaði, svo sem andlit, háls og handarbök. Jafnframt er mikilvægt að nota sólarvörn alla daga þó svo að sólin skíni ekki, en allt að 80% af útfjólublárri geislun berast í gegnum ský og er því einnig hætta á að sólbrenna utandyra jafnvel þótt skýjað sé eða þoka úti. Sólarvörn er svo sem ein besta vörn gegn ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar en með því að nota sólarvörn höldum við húðlitnum jöfnum og drögum þannig úr áhættu á ýmsum kvillum sem geta fylgt.  

 

Velvet andlits vörnin kemur bæði með 30+ og 50+ vörn.

Sérstaklega skal gæta barna 

Í allri gleðinni og tilhlökkun þegar sólin loksins skín er mikilvægt að muna eftir að huga að börnunum líka. Börn eru viðkvæmari fyrir sólargeislum og verða frekar fyrir skaða en fullorðnir og er því sérlega mikilvægt að vernda húð þeirra og koma í veg fyrir að þau brenni í sólinni. Því fyrr á ævinni sem húð brennur, því meiri tími gefst fyrir skemmdir að hlaðast upp í henni þar sem geislaskemmdir á húð safnast saman yfir æviskeiðið allt frá barnsaldri. Sérlega mikilvægt er að bera sólarvörn á börn frá apríl fram í september en þetta er sá tími sem börn eru helst á hvers konar námskeiðum yfir sumartímann og verja þar af leiðandi miklum tíma úti.  

Börn eru viðkvæmari fyrir sólargeislum og verða frekar fyrir skaða en fullorðnir

 

Frezyderm sólarvarnir ný hágæða vörulína sólarvarna  

Frezyderm er glæný vörulína af 7 mismunandi hágæða sólarvörnum sem henta allri fjölskyldunni og öllum hýðtýpum, allan ársins hring. Frezyderm hefur unnið til fjölda titla fyrir einstaklega góðar og vel rannsakaðar sólarvarnir í gegnum árin en vörulínan er framleidd með byltingarkenndri second skin tækni sem hefur þá eiginleika að búa til ósýnilegt auka lag til að vernda húðina enn betur. Sólarvarnirnar veita að auki örugga og skilvirka vörn gegn sól sem og vernd gegn ótímabærri öldrun. Afar auðvelt er að bera vörnina á húðina sem skilur hana eftir flauelsmjúka og veitir fallega áferð í allt að 6 klukkustundir.  

Velvet andlits vörnin er flauelsmjúk gegnsæ vörn fyrir andlitið sem smýgur hratt og örugglega inn í húðina . Vörnin gefur olíulausa áferð ásamt því að hún hentar einstaklega vel sem grunnur undir farða. Velvet andlits vörnin kemur bæði með 30+ og 50+ vörn. Velvet vörnin fæst einnig með léttum lit sem gefur fallegan og jafnan litatón. Líkamsvörnin frá Frezyderm er mjúk gegnsæ vörn fyrir líkamann sem dreifir sér vel og gengur hratt inn í húðina. Vörnin hefur þá frábæru eiginleika að skilja engan hvítan blæ eftir sem og gerir húðinni kleift að anda vel. Vörnin er olíulaus og vatnsfráhrindandi og veitir 50+ vörn. Kids sun vörnin er sérstaklega hönnuð fyrir börn sem hentar bæði á líkama sem og andlit. Vörnin inniheldur efni sem hrekur frá sér skordýr sem og er jafnframt vatnsheld með 50+ vörn. Ásamt frábærum sólarvarnar kremum inniheldur línan sprey sem hannað er fyrir andlit, eyru og háls með 50+ vörn. Spreyið gefur létta, matta áferð og hraðvirka virkni og er fullkomið á ferðinni. Spreyið einnig í hárið og er fullkomið yfir farða. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Frezyderm línunni. 

On the move sólarvörnin er hannað fyrir andlit, eyru og háls með 50+ vörn.