Sterk þarmaflóra gegnir lykilatriði í heilbrigði barna 

/ Sterk þarmaflóra gegnir lykilatriði í heilbrigði barna 

Sterk þarmaflóra gegnir lykilatriði í heilbrigði barna 

Hugum vel að þarmaflóru barna okkar

Probi Baby eru sérhannaðir mjólkursýrugerlar fyrir þarfir barna sem hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigði meltingarvegarins ásamt því að henta vel samhliða sýklalyfjum.

Þarmaflóra barna skiptir gríðarlegu máli líkt og hjá fullorðnum einstaklingum en flóran sem myndast á fyrstu árum barna er að þróast og dafna alla ævi, frá fæðingu allt til efri ára. Öflug þarmaflóra er forsenda heilbrigðar starfsemi meltingarfæranna ásamt því að hafa jákvæð áhrif á ónæmis-, tauga- og hormónakerfið. Flóran viðheldur jafnframt heilbrigði þarmanna sem og ver okkur gegn óæskilegum bakteríum sem geta valdið usla. Til þess að styrkja og viðhalda flóru barna er mikilvægt að gefa valda mjólkursýrugerla sem hafa það að markmiði að stuðla að öflugri þarmaflóru.

 

Góð og heilbrigð þarmaflóra barna

Fóstur í móðurkviði hefur tiltölulega fáar tegundir af bakteríum í meltingarvegi en örverur frá líkama móður sem og úr umhverfi fara yfir í líkama nýfædds barns í fæðingu. Þessar örverur koma sér svo fyrir í meltingarvegi barna til frambúðar. Börn sem fædd eru með keisaraskurði fá þar að leiðandi ekki þessa mikilvægu gerla frá móður og er því afar mikilvægt að byggja upp flóruna þeirra með góðgerlum í formi bætiefna strax frá fæðingu. Að halda þarmaflórunni í jafnvægi er grundvöllur góðrar heilsu en þó getur jafnvægi hennar auðveldlega raskast vegna ýmissa lífsstílstengdra þátta.

 

Þarmaflóran er í stöðugri þróun út lífið

Börn eru sérstaklega útsett fyrir hinum ýmsu kvillum og eru talsvert líklegri til að fá pestir samanborið við fullorðna. Algengt er að ungabörn fái kvefpest 6-8 sinnum á ári en fullorðnir í kringum 2-3 sinnum á ári. Ónæmiskerfi barna tekur jafnframt tíma að þroskast og heilbrigð þarmaflóra er afar mikilvæg til að styrkja varnir barnsins gegn hinum ýmsu kvillum. Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru barna er mikilvægt að gefa sérvalda mjólkursýrugerla dag hvern í formi bætiefna sem hafa heilsueflandi áhrif á líkamann með því að efla meltingu og frásog næringarefna, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Mjólkursýrugerlar eru mikilvægur hluti heilbrigðar meltingar en með reglulegri inntöku má jafnvel fyrirbyggja hina ýmsu kvilla þar sem þeir styrkja ónæmiskerfi líkamans og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru barna.

 

Mjólkursýrugerlar fyrir þau allra yngstu

Probi Baby eru sérhannaðir mjólkursýrugerlar fyrir þarfir barna sem hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigði meltingarvegarins. Probi Baby inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus Rhamnosus 271 sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að virki m.a. vel til inntöku samhliða sýklalyfjum. Gerillinn hefur það að markmiði að koma í veg fyrir meltingaróþægindi hjá börnum en tilteknir góðgerlar hafa umfram aðra, mótstöðu gegn bakteríudrepandi áhrifum sýklalyfja og komast því lifandi niður meltingarveginn án þess að lyfin hafi mikil áhrif á þá. Probi Baby mjólkursýrugerlarnir eru á duft formi sem hentar afar vel í grautinn eða drykkinn, ásamt því að vera hentugir á ferðinni þar sem duftið kemur í pokum sem innihalda ráðlagðan dagskammt.