Saman getum við skapað betri plánetu með Better You

/ Saman getum við skapað betri plánetu með Better You

Saman getum við skapað betri plánetu með Better You

Better You vörurnar eru pakkaðar í endurunnið plast úr sjó sem og nota framleiðendur FSC vottaðan pappír, sem er allt 100% endurvinnanlegt.

Flest okkar eru meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og nauðsynleg til inntöku dag hvern. Virkni vítamína á mannslíkamann eru margvísleg og hafa þau ýmist jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, meltingu, vöxt og viðhald. Vítamín koma oft á tíðum í formi plastumbúða eða sambærilegra umbúða sem hafa slæm áhrif á jörðina, en hlýnun jarðar er ein stærsta ógn sem plánetan okkar stendur frammi fyrir núna. Það er því mikilvægt fyrir bæði heilsuna og umhverfið að velja umhverfisvænar umbúðir þegar kemur að vali á nauðsynlegum bætiefnum sem við innbyrðum dag hvern, allan ársins hring.betteryou

 

Mikilvægt að vera skynsöm og skoða aðrar lausnir

Síðan árið 1950 hefur framleiðsla á plasti 200 faldast í heiminum, en plast kemur við sögu í lífi flestra dag hvern. Ýmsar vörur sem við þurfum á að halda daglega eru gerðar úr plasti, þar má svo sem nefna umbúðir utan um bætiefni sem eru mikilvæg heilsu okkar. Plast nýtist okkur í heldur stuttan tíma að meðaltali en endist þó gríðarlega lengi í náttúrunni. Á ári hverju berst gífurlegt magn af plast í sjóinn, eða um 8 milljón tonn sem hefur áhrif á alla jörðina. Í plasti eru ýmis efni sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og umhverfi og er því mikilvægt að við drögum úr plastnotkun. Til þess að draga úr þessum skaða er mikilvægt að vera skynsöm og skoða aðrar lausnir en mikilvægt er að við hreinsum ekki einungis upp plastið sem fer í sjóinn heldur einnig að við bregðumst við og komum í veg fyrir að enn meira endi þar. Better You stendur framarlega í flokki þegar kemur að umhverfisvænum umbúðum í sínu vöruúrvali í bætiefnum.

 

Better You leggur mikið upp úr gæðum

Þegar velja skal bætiefni til inntöku er ekki úr vegi að skoða úr hverju umbúðir eru útbúnar. Fyrirtækið Better You nýtur sífellt aukinna vinsælda en það er ekki af ástæðulausu þar sem mikið er lagt upp úr gæðum. Better You hefur tekið þessum málum hörðum höndum og hafa unnið með framúrskarandi hóp vísindamanna sem eru í fararbroddi í plast- og umbúðatækni. Fyrirtækið tryggir að vöruúrval þeirra hafi sem minnst áhrif á jörðina og eru því allar vörur svo sem lausar við pálmaolíu sem og eru pakkaðar í endurunnið plast úr sjó sem er allt 100% endurvinnanlegt.

 

Vítamín í formi munnúða

Better You línan býður upp á fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum sem öll eru í formi munnúða sem er afar þægileg og hentug leið til að innbyrða mikilvæg bætiefni dag hvern. Örsmáar sameindir vítamína frásogast hratt í gegnum slímhúð í munni og eiga þannig leið út í blóðrás líkamans sem tryggir góða upptöku. Munnúðar eru einföld og áhrifarík leið til að taka inn vítamín og fyrir þá sem eiga erfitt með að innbyrða töflur eða glíma við undirliggjandi meltingarvandamál koma þeir sérlega vel. Ekki skemmir fyrir að munnúðarnir eru einstaklega bragðgóðir og hentugir í notkun. Better You er með fyrsta flokks úrval af vítamínum í munnúða formi og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi fyrir bætta heilsu ásamt því að huga að jörðinni samhliða.

 

100% endurunnar umbúðirpoki

Umbúðirnar sem notaðar eru utan um munnúðana frá Better You eru gerðar úr FSC vottuðum pappa en slíkur vottun er tvennskonar, annars vegar vottun á skógarrækt og hins vegar vottun á rekjanleika þar sem hvoru tveggja snýst um sjálfbæra ræktun. Better You vöruúrvalið hefur jafnframt alltaf verið og mun alltaf vera laust við alla pálma olíu en fyrirtækið leggur upp úr að kanna uppruna hvers innihaldsefni til þess að tryggja enga snertingu við pálmaolíu í ferlinu. Með því að notast við Better You í stað sambærilegra vara hafa viðskiptavinir hingað til komið í veg fyrir 50 tonn af plasti sem hefði lent í sjónum. Better You leggur mikið upp úr gæðum hvað varðar umhverfisvæna þætti en hafa þau hlotið alþjóðlegt vottorð fyrir góðan árangur á þessu sviði.