Reynslunni ríkari eftir magnað hlaupaár

/ Reynslunni ríkari eftir magnað hlaupaár

Frábær árangur Andreu Kolbeinsdóttur hefur ekki leynt sér undanfarið en hún var nú á dögunum titluð sem utanvega-, millivegalengda- og götuhlaupari kvenna ársins 2021. Andrea hljóp sitt fyrsta Laugarvegshlaup í ár með einstökum árangri en hún bætti brautarmet og var jafnframt fyrsta konan til að hlaupa undir 5 klukkustundir, ásamt því að bæta aldursflokka metið síðan árið 1999, árið sem hún fæddist. Hún deilir hér með okkur nokkrum af sínum uppáhalds vörum. 

Andrea Kolbeinsdóttir margfaldur Íslandsmeistari er reynslunni ríkari eftir frábært hlaupaár þar sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna.

Orkumeiri og afkastar meira á æfingum 

Andrea hefur verið að taka inn hágæða bætiefni samhliða frábærum árangri í sinni íþrótt en rauðrófan stendur þar upp úr. Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir heilsueflandi eiginleika þeirra en þær eru sneisafullar af næringarefnum og innihalda m.a. járn, A-, B6- og C vítamín sem eflir ónæmiskerfið, ásamt fólínsýru, magnesíum og kalíum. ,,Ég hafði lengi verið að neyta rauðrófusafa en þegar ég uppgötvaði hylkin frá Natures Aid var ekki aftur snúið. Ég tek inn tvö hylki u.þ.b. 2 klukkustundum fyrir æfingu og finn þvílíkan mun á mér, ég er mun orkumeiri og finnst ég afkasta betur á æfingum. Ég mæli hiklaust með rauðrófuhylkjum fyrir alla, sérstaklega íþróttafólk.‘‘ segir Andrea en hylkin eru jafnframt bragðlaus og gefa ekki frá sér sterka litinn eins og rauðrófurnar og eru því afar hentugur kostur. 

 

Rauðrófuhylkin frá Natures Aid innihalda 4.620 mg af þurrkaðri rauðrófu sem samsvarar 9.240 mg í ráðlögðum dagskammti.

D- vítamín nauðsynlegt fyrir alla í skammdeginu 

,,Öll vitum við að D- vítamín er eitt mikilvægasta vítamínið sem við þurfum á að halda á hverjum degi. Allir sem búa á Íslandi ættu að taka inn D- vítamín, sérstaklega núna á þessum árstíma þar sem það er dimmt nánast allan sólarhringinn og við fáum litla sem enga sólargeisla. Ég tek alltaf inn D- og K vítamín blöndu frá Better You þar sem bæði vítamínin eru m.a. nauðsynleg fyrir beinin.‘‘ segir Andrea sem hefur góða reynslu af tiltekinni blöndu. Samvirkni D- og K vítamíns tryggir að kalkið frásogist úr blóðinu og skili sér til beinanna þar sem það bætir beinþéttni. ,,Mér finnst að auki frábær kostur að D- og K vítamín blandan er í munnúðaformi og með góðu piparmyntubragði sem er góð tilbreyting frá töflum.‘‘ Munnúðinn frá Better You er sérstaklega hannaður þannig að hann frásogast beint inn í blóðrásina og fari fram hjá meltingarveginum og tryggi þannig hámarks upptöku. 

Samvirkni D- og K2 vítamína er gríðarlega mikilvæg fyrir beinheilsu en saman tryggja vítamínin að kalkið frásogist úr blóðinu og skili sér til beinanna.

Ekkert betra en að enda daginn á slakandi magnesíum baði 

,,Ég hef einnig verið að nota magnesíum flögur frá Better You. Flögurnar finnst mér tilvalin viðbót í baðið en það er ekkert betra en að enda daginn á slakandi magnesíum baði eftir æfingu og flýta fyrir endurheimt í leiðinni.‘‘ segir Andrea. Magnesíum er eitt af mikilvægustu steinefnum líkamans og er m.a. nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi hjarta, vöðva og taugakerfis. Ásamt því er magnesíum talið geta dregið úr stífleika og flýtt fyrir endurheimt vöðva eftir álag sem og haft jákvæð áhrif á svefn. Magnesíum flögurnar frá Better You eru tilvaldar eftir áreynslu og henta afar vel í baðið eða heita pottinn. Flögurnar koma í þremur tegundum, Original, Muscle og Sleep og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi.