Vitamin B complex 100mg time release

/ Heilsuvörur / Vítamín & bætiefni / Vitamin B complex 100mg time release
Dreifingaraðili: Distica

Vitamin B complex 100mg time release

Natures Aid
Vörunúmer: 16000178
Styrkleiki: 100 mg
Pakkningastærð: 30 tbl, 60 tbl
Dreifingaraðili: Distica

B-vítamín taka þátt í nýtingu orku úr fæðu og þau eru mikilvæg fyrir ýmsa líkamsstarfsemi svo sem starfsemi meltingafæra, tauga, vöðva, augna, hjarta, æðakerfis og myndunar rauðra blóðkorna.  B-vítamín viðheldur einnig vexti nagla og hárs.

B- vítamín eru vatnsleysanleg og þarf því að neyta þeirra reglulega en helstu B-vítamínin eru tíamín (B-1), ríbóflavín (B-2), níasín (B-3), pantótensýra, bíótín, pýridoxín (B-6), fólasín og kóbalamín (B-12).

Hvert og eitt þjónar mismunandi hlutverkum í líkamanum en í grófri samantekt má segja að þau taki þátt í að nýta orku fæðunnar.

Skortur á B-vítamínum var þekktur í Evrópu fyrr á öldum og hrjáir enn sumar af fátæku þjóðum heimsins, m.a. í Asíu. Slíkur skortur þekkist ekki lengur á Vesturlöndum meðal fólks sem borðar venjulegan mat, með einni undantekningu sem er skortur á kóbalamíni (B12) hjá einstaklingum með vissan sjúkdóm í maga. Maginn framleiðir þá ekki efni sem er nauðsynlegt til að kóbalamín nýtist úr fæðunni, þetta leiðir til blóðleysis, slappleika og jafnvel taugaskemmda og meðferðin er fólgin í því að sprauta vítamíninu í vöðva á nokkurra mánaða fresti það sem eftir er ævinnar. Nú er þó einnig hægt að fá B12 boost  sem er munnsprey en það seytlar gegnum slímhúðina og upptaka því tryggð.  Í fæðu Íslendinga er meira en nóg af öllum B-vítamínum og þeir sem borða hollan og fjölbreyttan mat þurfa ekki að óttast skort á þeim. Það er hins vegar skaðlaust að bæta á sig þessum vítamínum í hóflegu magni, t.d. í fjölvítamínum eða B-vítamíntöflum.

ATH! B12 er að finna í dýraafurðum og því verður fólk sem sneiðir alfarið hjá þeim að passa vel uppá á að fá B12 í bætiefnaformi

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…