Vitamin B complex
Natures AidB vítamín eru afar mikilvæg fyrir starfsemi líkamans
B vítamín eru vatnsleysanleg og þarf því að neyta þeirra reglulega. Vitamin B complex inniheldur 8 tegundir B vítamína, sem eru tíamín (B1), ríbóflavín (B2), níasín (B3), pantótensýra (B5), bíótín (B7), pýridoxín (B6), fólasín (B9) og kóbalamín (B12)
Öll B vítamín eru afar mikilvæg fyrir starfsemi líkamans en hvert og eitt þjónar mismunandi hlutverkum í líkamanum. B vítamín:
- Stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum.
- Stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.
- Stuðla að því að draga úr þreytu og lúa.
- Stuðla að því að halda reglu á hormónastarfsemi.
Í fæðu Íslendinga er meira en nóg af öllum B vítamínum og þeir sem borða hollan og fjölbreyttan mat þurfa ekki að óttast skort á þeim. Það er hins vegar skaðlaust að bæta á sig þessum vítamínum í hóflegu magni, t.d. í fjölvítamínum eða B vítamíntöflum.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án erfðabreyttra efna, gervi-, lit- og bragðefna.
- Mjólkur-, ger-, hnetu-, salt-, soya-, sterkju- og sykurlaust.
ATH! B12 er að finna í dýraafurðum og því verður fólk sem sneiðir alfarið hjá þeim að passa vel uppá á að fá B12 í bætiefnaformi
Notkun: 1-2 töflur á dag með mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
bragðgott vítamín sem tryggir góða upptöku.
-
Bragðgóður munnúði sem frásogast beint út í blóðrásina.
-
B12 munnúði.