Restless Legs
Restless Legs
New NordicÞægindi í fótum, taugum og vöðvum.
Eðlileg starfsemi vöðva og tauga getur komið í veg fyrir fótapirring og spila lykilhlutverk í því að þér líði þægilega. Restless Legs frá New Nordic er einstök blanda af plöntum, vítamínum og steinefnum sem hafa það að markmiði að stuðla að þægindum í fótum og vöðvum. Restless Legs inniheldur ekstrakt úr brenninetlu, strandfuru, vínberjalaufi, wakame þara, Írskum mosa og langpipar auk sérvalinna vítamína og steinefna sem saman styðja við eðlilega starfsemi vöðva og tauga sem hjálpar þér að líða þægilega.
Brenninetlan hefur í aldanna raðir verið notuð í jurtalækningum en hún er meðal annars rík af andoxunarefnum og er talin hafa marga heilsueflandi eiginleika. Hlutverk brenninetlunnar í töflunum er að styðja við ró og þægindi í fótum. Þar að auki innihalda töflurnar vínberjalauf sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar æðastarfsemi og Magnesíum Malate en magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og því að halda rafkleyfum efnum (electrolytes) í jafnvægi.
Töflurnar innihalda einnig D- vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi, B6- og B12- vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins ásamt C- vítamíni sem stuðlar einnig að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega æðastarfsemi.
Notkun: Ein tafla tvisvar á dag, kvölds og morgna.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.