Kids Pro-5

/ / Heilsuvörur / Kids Pro-5
kidzpro
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Apótekið
  • Fjarðarkaup
  • Heilsuhúsinu
  • lyfja

Kids Pro-5

Natures Aid
Vörunúmer: 16000264
Pakkningastærð: 90 g
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Apótekið
  • Fjarðarkaup
  • Heilsuhúsinu
  • lyfja

Góðgerlar á duftformi sem gott er að strá á grautinn fyrir börnin

Börn þurfa ekki síður en fullorðnir á góðum gerlum að halda. Kids Pro-5 góðgerlarnir eru samsettir af átta sérvöldum stofnum sem henta börnum frá 1 árs aldri sérlega vel. Heilbrigð þarmaflóra er nauðsynleg til að viðhalda almennu heilbrigði og mikilvægt er að hafa nægjanlegt magn góðra gerla til að sporna við vexti óvinveittra baktería, efla ónæmiskerfið og auka viðnám gegn ýmsum kvillum.

Kidz Pro-5 góðgerlar fyrir börn innihalda 8 gerlastofna og þeirra á meðal er hinn öflugi asídófílus (Lactobacillus Acidophilus) sem m.a. ver okkur fyrir óvinveittum bakteríum sem geta verið í þörmunum. Stofnarnir 8 eru, Bifidobacterium infantis, Bifidobacterium lactis, Lactobacillus acidophilus sensu stricto, Lactobacillus casei, Lactobacillus plantarum, Lactobacillus reuteri, Lactobacillus rhamnosus og Streptococcus thermophilus.

Kidz Pro-5 er án allra aukaefna og óþolsvalda og henta því öllum börnum en besta leiðin er einfaldlega að strá duftinu yfir grautinn eða blanda í vökva.

Sýklalyf koma ójafnvægi á þarmaflóruna og fjöldi óvinveittra baktería vex. Nauðsynlegt er að taka inn góðgerla samhliða sýklalyfjum til að viðhalda eðlilegu ástandi í þörmunum en best er þó að taka þetta inn sitt í hvoru lagi og láta líða að minnsta kosti 2-3 klst. á milli. Góðir gerlar stuðla jafnframt að betri meltingu og auðvelda líkamanum upptöku á nauðsynlegum næringarefnum úr fæðunni.

Notkun: ½ tsk. fyrir 1-5 ára, 1 tsk. fyrir 6-12 ára.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Tengdar vörur…