Beta-Glucans immune support+
Natures AidHáþróað bætiefni sem inniheldur öfluga blöndu af jurtum, vítamínum og steinefnum
Beta Glucan Immune support+ er háþróað bætiefni frá Natures Aid sem inniheldur afar öfluga blöndu af jurtum, vítamínum og steinefnum sem hafa það að markmiði að efla ónæmiskerfi líkamans.
Beta glúkan er í aðalhlutverki í þessari blöndu en það er tegund af uppleysanlegum trefjum sem hafa fjölda heilsueflandi eiginleika á líkamsstarfsemi okkar. Beta glúkan finnst m.a. í heilkorni, höfrum, byggi og ýmsum sveppategundum, svo sem maitake og reishi sveppum. Að auki inniheldur Beta Glucan Immune support hvítlauk og ylli sem og steinefnin selen og sink, ásamt A, C, og D- vítamínum sem öll eiga það sameiginlegt að vera mikilvæg fyrir varnir líkamans sem og stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.
- Fyrir 12 ára og eldri.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna.
- Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt- og sterkjulaust.
Notkun: 1 tafla á dag með mat eða vatnsglasi.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Sérhönnuð góðgerlablanda fyrir þarmaflóruna og viðkvæm svæði.
-
Við bólgum og aukinni slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki.
-
Góðgerlar fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans.
-
Panodil Hot er verkjastillandi og hitalækkandi.