D3-vítamín dropar fyrir börn

/ Heilsuvörur / Barnavítamín / D3-vítamín dropar fyrir börn
D vitamindrops
Dreifingaraðili: Distica

D3-vítamín dropar fyrir börn

Vörunúmer: 16000181
Pakkningastærð: 50 ml
Dreifingaraðili: Distica

Marg verðlaunaðir D3 vítamíndropar í fullhreinsaðri kókosolíu, sérstaklega hannaðir fyrir börn á brjósti, ungabörn og börn undir 5 ára aldri.

D-vítamín er eina næringarefnið sem ekki er í nægilegu magni fyrir ungbarnið í móðurmjólk fyrstu 6 mánuðina eftir fæðingu. Þar við bætist að fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín. Ráðlagt er að gefa hvítvoðungum D-vítamín dropa frekar en t.d. lýsi þar sem þeir eru auðmeltanlegri.

D-vítamín er nauðsynlegt til að kalk nýtist úr fæðunni og komist í beinin. Fyrstu ár ævinnar eru beinin að vaxa og þéttast og því skiptir mjög miklu máli að ung börn fái bæði nægilegt kalk og D-vítamín. Alvarlegur skortur á D-vítamíni kemur fram sem beinkröm. Þá eru beinin það mjúk að þau bogna þegar barnið fer að ganga og eins geta rifbein svigað út á við. Þetta er fátítt í dag en engu að síður eru börn enn að greinast með beinkröm á Íslandi sem er gríðarlega alvarlegt því þetta er einungis birtingarmynd á stærri vanda.

Hver einasta fruma líkamans getur notað D-vítamín sér til hagsbóta þannig að það kemur að starfsemi hvers einasta líffæris í líkamanum.Vitað er um a.m.k. 100 mismunandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamínskorti.

Ráðlagður dagsskammtur af D- vítamíni fyrir börn er 10 míkrógrömm (µg) á dag eða 400 alþjóðaeiningar (i.u / a.e.). Þetta magn fæst úr 1 ml af Natures Aid D-vítamíndropunum.

Ætlað börnum frá fæðingu til 5 ára aldurs.

LAUS VIÐ MENGUNARVALDA og inniheldur EKKI; sykur, glútein, ger, laktósa eða gerviefni.

Natures Aid d-vítamíndroparnir eru þægilegir í notkun. Dropateljarinn er einnig millilítramælir.

 

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…