D3-vítamín dropar fyrir börn
Natures Aid- Apótek
Marg verðlaunaðir D3 vítamíndropar í fullhreinsaðri kókosolíu, sérstaklega hannaðir fyrir börn á brjósti, ungabörn og börn undir 5 ára aldri.
D- vítamín er eina næringarefnið sem ekki er í nægilegu magni fyrir ungbarnið í móðurmjólk fyrstu 6 mánuðina eftir fæðingu. Ráðlagt er að gefa hvítvoðungum D- vítamín dropa frekar en t.d. lýsi þar sem þeir eru auðmeltanlegri.
D-vítamín er nauðsynlegt til að kalk nýtist úr fæðunni og komist í beinin. Fyrstu ár ævinnar eru beinin að vaxa og þéttast og því skiptir mjög miklu máli að ung börn fái bæði nægilegt kalk og D- vítamín. Alvarlegur skortur á D- vítamíni kemur fram sem beinkröm. Þá eru beinin það mjúk að þau bogna þegar barnið fer að ganga og eins geta rifbein svignað út á við. Þetta er fátítt í dag en engu að síður eru börn enn að greinast með beinkröm á Íslandi sem er gríðarlega alvarlegt því þetta er einungis birtingarmynd á stærri vanda. Hver einasta fruma líkamans getur notað D- vítamín sér til hagsbóta þannig að það kemur að starfsemi hvers einasta líffæris í líkamanum.
Natures Aid D3- vítamíndropar eru einstaklega þægilegir í notkun en dropateljarinn er einnig millilítramælir.
- Ætlað börnum frá fæðingu til 5 ára aldurs.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án erfðabreyttra efna, gervi-, lit- og bragðefna.
- Mjólkur-, glútens-, laktósa-, hnetu-, salt-, sterkju- og sykurlaust.
Ráðlagður dagsskammtur af D- vítamíni fyrir börn samkvæmt Embætti Landlæknis er 10 míkrógrömm (µg) á dag eða 400 alþjóðaeiningar (i.u / a.e.).
Notkun: 1 ml á dag. Hristist fyrir notkun. 1 ml á dag veitir 10 µg eða 400 i.u.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Næra húðina og koma í veg fyrir þurrk og að viðkvæm húð flagni.
-
Ætlað börnum frá 3ja mánaða til 5 ára.
-
Panodil Junior mixtúra er verkjastillandi og hitalækkandi.
-
D-vítamín munnúði með jarðaberjabragði.