Corsodyl munnholslausn
Corsodyl munnholslausn
Til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir. Tímabundin meðferð við munnbólgu af völdum gervitanna. Tímabundin meðferð til varnar bakteríum og tannsteini vegna tímabundinna sjúkdóma, slyss, mikillar tannsteinsmyndunar, tannholdsbólgu og tannslíðursbólgu. Lausninni er einnig ávísað fyrir einstaklinga með spangir vegna tannréttinga.
Ekki skal nota Corsodyl fyrir börn yngri en 12 ára nema læknir eða tannlæknir ráðleggi það.
Skola skal munninn 2svar á dag með u.þ.b. 10 ml af lausninni í minnst 1 mínútu. Lausninni er þá spýtt. Við munnaðgerðir er Corsodyl notað í 5 daga fyrir aðgerð og 5 daga eftir aðgerð. Við tannaðgerðir er Corsodyl notað í 1-3 vikur eftir aðgerð.
Við tannholdsbólgu er mælt með meðhöndlun í u.þ.b. einn mánuð.
Corsodyl er notað eftir tannburstun með tannkremi en ekki fyrir. Skola skal munninn vandlega eftir tannburstun, annars geta leifar sápuefna í tannkreminu, t.d. natríumlaurýlsúlfat verkað gegn áhrifum klórhexidínsins. Lausnin getur valdið mislitun tanna en hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að nota Corsodyl t.d. á kvöldin og venjulegt tannkrem á morgnana.
Tengdar vörur…
-
Sensodyne tannbursti Soft
Mjúkur tannbursti fyrir viðkvæmar tennur.
Read more -
Sensodyne Original
Sensodyne Original er tannkrem fyrir viðkvæmar tennur.
Read more -
Biotene tannkrem
Biotene tannkrem dregur úr einkennum munnþurrks og bætir varnir munnslímhúðarinnar.
Read more -
Corsodyl munnholshlaup
Til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir.
Read more