C vítamín
Natures AidC vítamín tuggutöflur með ljúffengu appelsínubragði
C vítamín töflurnar frá Natures Aid eru afar bragðgóðar og henta einstaklega vel þeim sem eiga erfitt með að kyngja töflum.
C vítamín stuðlar að:
- Eðlilegri starfsemi taugakerfisins.
- Eðlilegri virkni ónæmiskerfisins.
- Eðlilegri myndun kollagens, fyrir eðlilega virkni æða, beina, brjósks, húðar og tanna.
- Verndun frumna gegn oxunarálagi, dregur úr þreytu og lúa og stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E vítamíns.
- Eykur frásog járns.
Hver tafla inniheldur 500 mg af C vítamíni, ásamt ekstrakt úr rósaberjum, acerolaber og sítrónu bíflavóníða sem hafa lengi verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína á líkamsstarfsemina.
- Hentar öllum aldri.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna.
- Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt-, sterkju- og sykurlaust.
Tuggutöflurnar henta þeim sem eru vegan sem og henta öllum aldri.
Notkun: 1 tuggutafla á dag með mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Hefur hjálpað þúsundum íslendinga með liðeymsli.
-
B12 munnúði.
-
Inniheldur þrjú náttúruleg efni.