Leyndardómurinn bak við góðan nætursvefn.

/ Leyndardómurinn bak við góðan nætursvefn.

melissa dreamÞú munt eyða þriðjungi ævinnar í svefn. Meðan á svefni stendur vinnur heili þinn sleitulaust við vistun upplýsinga og minninga og með draumförum vinnur hann úr atburðum sem eru að gerast í lífi þínu. Nægur svefn er því  grundvöllur þess að við náum að endurstilla og hlaða líkamann. Líkamleg heilsa þín, skap, vitsmunavirkni og jafnvel líkamsþyngd ákvarðast af gæðum svefnsins.  Svefnskortur eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum og hefur mikil áhrif á allan geðrænan vanda. Einkenni svefntruflana  eru m.a minnisleysi, minni afkastageta og lélegri frammistaða í vinnu og skóla. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru alls ekki allir sem setja svefninn í forgang og er svefnskortur orðin að faraldri í iðnvæddum ríkjum heims.  Samkvæmt svefn sérfræðingnum Matthew Walker sem skrifaði bókina þess vegna sofum við er mikilvægt að koma sér upp svefnrútínu , halda sig fyrst og fremst við fastan svefntíma, draga úr tölvu og símanotkun fyrir svefninn og sofa í myrku og svölu herbergi.

„Allt að 35% okkar fá aldrei nægan svefn! Heilabylgjur sýna mikla virkni í heila okkar meðan á svefni stendur.“

Flest upplifum við streitu og svefnerfiðleika á einhverjum tímapunkti í lífi okkar og þrátt fyrir að við förum snemma upp í rúm þá náum við  annað hvort ekki að festa svefn eða vöknum upp of snemma.  Þegar staðan er orðin þannig þá geta náttúruleg bætiefni komið að góðum notum, hjálpað þér að slaka á og sofa betur.

Það eru tvær staðreyndir sem við þurfum að hafa í huga:

  1. Flest vandamál tengd óværum svefni eru af andlegum orsökum. Að ná ekki að kyrra hugann, streita og erfiðleikar við að slaka á eftir slæman dag eru allt orsakavaldar á erfiðleikum við að festa svefn.
  2. Ef þú undirbýrð líkama þinn og huga ekki fyrir góðan nætursvefn munu gæði svefnsins verða lakari. Svefn- og næringarfræðingar mæla með reglulegri vítamín- og steinefnainntöku til að búa hugann undir hvíldina. Melissa Dream frá New Nordic er skandínavískt náttúrulegt bætiefni sem inniheldur jurtir, steinefni og vítamín sem vinna með líkama þínum til að viðhalda gæðasvefni alla nóttina.

 

Melissa Dream

Melissa Dream er náttúrulegt bætiefni sem getur aukið svefngæði til muna en þetta vísindalega samsetta bætiefni er hannað til stuðla að góðum nætursvefni þannig að fólk vaknar endurnært án þess að finna fyrir sljóvgandi áhrifum daginn eftir.

Við framleiðslu á Melissa Dream notar New Nordic nýjustu tækni til að tryggja að samsetning jurta og vítamína sé sem áhrifaríkust. Innihaldsefni í Melissa Dream eru sérvalin fyrir starfsemi melissa dreamtaugakerfisins og heilans og er blandan sérstaklega hönnuð til að veita huganum hvíld og ró yfir nóttina svo að þú náir friðsælum svefni.

Innihaldsefni Melissu Dream eru m.a. sítrónumelissa sem hefur verið notuð í aldaraðir m.a. til að bæta svefn og draga úr kvíða.

Þar er einnig að finna L-theanine, amínósýra sem finnst í svörtu og grænu tei og hafa rannsóknir sýnt að hún geti haft bein áhrif á heilann þar sem hún stuðlar að slökun án þess að hafa sljóvgandi áhrif.

Að lokum innheldur Melissa Dream B vítamín blöndu sem er góð fyrir taugakerfið og nægilegt magn af magnesíum sem er vöðvaslakandi og getur dregið úr óþægindum í hand- og fótleggjum.

Aðeins 2 töflur fyrir svefn geta séð fyrir næringarefnum fyrir bæði taugastarfsemina og heilann.