D- vítamín viðbót er nauðsynlegt fyrir alla

/ D- vítamín viðbót er nauðsynlegt fyrir alla

D- vítamín viðbót er nauðsynlegt fyrir alla

Samkvæmt nýrri könnun á vegum Embætti Landlæknis gáfu niðurstöður til kynna að um 50-75% Íslendinga eru með of lítið af D- vítamíni í blóði sínu.

Í gegnum tíðina hefur sólin verið meginuppspretta D- vítamíns þar sem húðin okkar framleiðir það fyrir tilstilli útfjólublárra geisla. Hér á landi er sólin hins vegar ekki nægilega hátt á lofti stóran hluta ársins til þess að framleiðsla á D- vítamíni geti orðið í húðinni og er því skortur afar algengur. Á Íslandi er sérlega mikilvægt að allir passi upp á að taka inn D- vítamín á formi bætiefna, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

 

Skortur á D- vítamíni algengt vandamál víða um heim

D- vítamín er fituleysanlegt vítamín sem gegnir hinum ýmsum mikilvægu hlutverkum í líkama okkar. D- vítamín gegnir ýmist lykilhlutverki í viðhaldi sterkra beina og tanna og skiptir til að mynda sköpum í viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi sem og fyrir heilbrigt ónæmiskerfi. Margt gefur þó til kynna að D- vítamín gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og það sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja hina ýmsu heilsufars kvilla. Skortur á D- vítamíni er afar algengt vandamál víða um heim, sér í lagi þar sem sólin er lágt á lofti stóran hluta árs eins og hér á íslandi. Skortur getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma en vitað er um að minnsta kosti 100 mismunandi kvilla sem tengjast slíkum skorti.

 

Ráðlagðir dagskammtar

Ráðlagðir dagskammtar fyrir vítamín og steinefni eru gefnir sem meðaltal fyrir neyslu yfir lengri tíma. Ráðlagðir dagskammtar eru það magn sem talið er fullnægja þörfum heilbrigðs fólks, en þó eru alltaf þarfir fólks breytilegar. Ráðlagðir dagskammtar fyrir D- vítamín eru hærri á Íslandi en löndum nær miðbaug vegna sólarleysi. Frá 1-2 vikna aldri er ráðlagt að gefa ungbörnum D- vítamín dropa 10 µg á dag, 1-9 ára er ráðlagt að fá 10 µg, 10-70 ára er ráðlagt að fá 15 µg og 71 árs og eldri er ráðlagt að fá 20 µg á dag. Ýmis fæða inniheldur D- vítamín en þó ekki í miklu máli og getur það reynst erfitt að ná ráðlögðum dagskammti úr fæðunni einni saman. Því er afar mikilvægt að innbyrða D- vítamín á formi bætiefna dag hvern.

 

Erfitt að gleypa D- vítamín í pilluformi?

Vítamín á formi munnúða er einstaklega hentug og áhrifarík leið til þess að innbyrða ráðlagðan dagskammt af D- vítamíni. Munnúðar eru sérstaklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina en með því að spreyja undir tungu eða út í kinn fer spreyið fram hjá meltingarveginum og tryggir þannig hámarks upptöku. Munnúðar eru jafnframt einstaklega einföld leið fyrir þá sem eiga í erfiðleikum við að kyngja töflum eða hafa undirliggjandi kvilla á borð við meltingarvandamál.

Better You munnúðar fyrir alla fjölskylduna

Better You vörurnar hafa notið mikilla vinsælda og ekki af ástæðulausu þar sem mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka vítamína sé tryggð. Munnúðar eru einföld leið til að innbyrða vítamín og sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja töflum eða glíma við undirliggjandi meltingarvandamál. Vítamínin frá Better You koma öll í formi munnúða sem tryggja góða upptöku í gegnum slímhúð í munni. D- vítamín vörulína Better You hentar fyrir alla fjölskylduna þar sem mismunandi styrkir eru til sem hentar hverjum og einum hverju sinni, vörurnar fást í styrkleika allt frá 10 µg til 100 µg. Að auki er frábær kostur Better You að fyrirtækið tryggir að vöruúrval þeirra hafi sem minnst áhrif á jörðina og eru því allar vörur svo sem lausar við pálmaolíu sem og eru pakkaðar í endurunnið plast úr sjó sem er allt 100% endurvinnanlegt.