E-Vitamin oil
Natures AidE vítamín er mikilvægt næringarefni fyrir mannslíkamann
E vítamín er fituleysanlegt vítamín en það skilst þar af leiðandi ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn fyrir í líkamanum. E vítamín er öflugur sindurvari en það ver frumur líkamans gegn stakeindum
Þegar hrein E vítamín olía er borin á húð, getur hún dregið úr örvefsmyndun en hún er afar græðandi og getur t.d. flýtt fyrir gróanda á brunasárum ef hún er notuð bæði innvortis sem og útvortis. E vítamín olían er frábær á húðina og það er sérlega gott að bera hana á þurrar varir og viðkvæm húðsvæði eins og kringum augun.
E vítamín er m.a. að finna í grófu mjöli, jurtaolíum, eggjum, grænlaufguðu grænmeti, sojabaunum, hveiti-, rúg- og maískími og spínati.
- Fyrir 16 ára og eldri.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna.
- Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt-, sterkju-, soya- og sykurlaust.
1 ml af E vítamín olíu frá Natures Aid gefur 268 mg (400iu) af d Alfa tókóferól (sem er náttúrulegt E vitamín) blandað í óerfðabreytta kókos- og sólblómaolíu.
Notkun: Berið 1-2 ml á húðina dag.
Ekki skal nota meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Hefur hjálpað þúsundum íslendinga með liðeymsli.
-
Öflugustu meltingarensím Enzymedica.
-
Hreinasta Omega 3 sem völ er á.
-
Náttúrulegt efni fyrir konur á breytingarskeiði.