Silicol meltingargel
Silicol er náttúruleg vörn gegn óþægindum í meltingarvegi
Silicol meltingargel inniheldur kísilsýru, sem samanstendur af steinefninu kísil og súrefni í vatnsleysanlegu kvoðuformi. Kvoðuform gefur efninu stærri yfirborðsflöt til að bindast sýrum, eiturefnum og gasefnum og losa þau út á náttúrulegan máta. Kísilsýran myndar þunnt varnarlag á slímhúð meltingarvegarins sem gerir það að verkum að meltingarvegurinn róast sem hefur góð áhrif á líðan.
Silicol meltingargelið er góður kostur fyrir þá sem upplifa óþægindi í meltingarvegi á borð við uppköst, ógleði, uppþembu, vindgang, slappleika og lausar hægðir.
Silicol vörurnar eru framleiddar í Þýskalandi samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og fást í tveimur stærðum, 200 ml og 500 ml.
Notkun: 1 matskeið á dag (15 ml) þrisvar sinnum á dag, klukkustund fyrir máltíð. Hentar börnum 12 ára og eldri.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Öflugustu meltingarensím Enzymedica.
-
Fyrir maga og meltingu.
-
Digest eru tvöfalt öflugri meltingarensím en Digest Basic.
-
Góðgerlar fyrir jafnvægi í bakteríuflóru líkamans.