Movicol
Movicol er notað til meðferðar á langvinnri hægðatregðu og þrálátri hægðatregðu. Meðferð við hörðum uppsöfnuðum hægðum í ristli og/eða endaþarmi, staðfest með læknisskoðun á kvið og endaþarmi.
Langvinn hægðatregða: Fullorðnir: 1-3 stakskammtaílát á dag, háð einstaklingsbundinni svörun. Venjulega varir meðferð ekki lengur en 2 vikur, en ef nauðsyn krefur má endurtaka hana.
Þrálát hægðatregða: Fullorðnir: Innihald 8 stakskammtaíláta er leyst upp í 1 lítra af vatni, innbyrt á 6 klukkustundum. Venjulega varir meðferð ekki lengur en í 3 daga.
Sjúklingar með skerta hjartastarfsemi: Við meðferð á þrálátri hægðatregðu á að skipta skömmtum þannig að ekki séu innbyrt innihald fleiri en 2 stakskammtaíláta á klst.
Lyfjagjöf: Fyrir notkun á að leysa innihald hvers stakskammtaíláts upp í 125 ml af vatni. Börn: Ekki má nota lyfið fyrir börn yngri en 12 ára þar sem nægjanlegar upplýsingar um meðferð hjá börnum liggja ekki fyrir.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Tengdar vörur…
-
Til notkunar fyrir ristilsspeglun.
-
Öflugir góðgerlar sem hafa það að markmiði að efla meltingarveginn.
-
Öflug blanda meltingarensíma.
-
Öflugustu meltingarensím Enzymedica.