Moviprep
NorgineMoviprep er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til ristilhreinsunar áður en framkvæmdar eru rannsóknir sem krefjast hreins ristils, t.d. ristilspeglun eða röntgenmyndataka.
Meðferðin felur í sér inntöku tveggja lítra af Moviprep. Sterklega er mælt með því að einnig sé drukkinn einn lítri af tærum vökva, sem getur verið vatn, tær súpa, ávaxtasafi án aldinkjöts, gos, te og/eða kaffi án mjólkur, meðan á meðferð stendur.
Einn lítri af Moviprep samanstendur af einum ‘skammtapoka A’ og einum ‘skammtapoka B’ sem eru leystir upp saman í vatni svo úr verði einn lítri af lausn. Drekka skal blandaða lausnina á einum til tveimur klukkustundum. Endurtaka skal þetta ferli með öðrum lítra af Moviprep til að ljúka meðferðinni.
Meðferðina má taka annað hvort sem skipta skammta eða sem stakan skammt og tímasetning er háð því hvort rannsóknin er framkvæmd með eða án svæfingar.
- Skiptir skammtar: einn lítri af Moviprep kvöldið áður og annar lítri af Moviprep snemma um morguninn daginn sem rannsóknin fer fram. Tryggið að inntöku Moviprep og allra annarra tærra vökva sé lokið a.m.k. tveimur klukkustundum áður en rannsóknin hefst.
- Stakur skammtur: tveir lítrar af Moviprep kvöldið fyrir rannsóknina, eða tveir lítrar af Moviprep að morgni daginn sem rannsóknin fer fram. Tryggið að inntöku Moviprep og allra annarra tærra vökva sé lokið a.m.k. tveimur klukkustundum áður en rannsóknin hefst.
Ráðleggja skal sjúklingum að gera ráð fyrir nægilegum tíma til að ferðast á staðinn þar sem
ristilspeglun fer fram.
Ekki skal neyta neinnar fastrar fæðufrá upphafi meðferðar og þangað til rannsókninni er lokið.
Tengdar vörur…
-
Öflug meltingarensím sem henta öllum aldri.
-
Movicol er notað til meðferðar á hægðatregðu.
-
Öflugustu meltingarensím Enzymedica.