Járn munnúði
Better youByltingarkenndur munnúði frá Better You þar sem járnið frásogast gegnum slímhúð í munni
Járn stuðlar m.a. að eðlilegri virkni ónæmiskerfis, vitsmunalegum aðgerðum sem og hjálpar til við að draga úr þreytu og lúa.
- Þægilegt til inntöku – hröð og mikil upptaka
- Hentar öllum eldri en 3 ára
- Öruggt á meðgöngu og fyrir konur með barn á brjósti
- Vegan og hentar grænmetisætum
- Náttúrulegt eðlabökubragð
- Umbúðir gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum
Lág járn gildi
Lág járn gildi í líkamanum er einn algengasti næringarefnaskortur í heiminum og snertir u.þ.b. 25% jarðarbúa. Það eru þó nokkur vel þekkt og algeng einkenni þess sem gott er að vera vakandi yfir:
- Orkuleysi
- Svimi & slappleiki
- Föl húð
- Andþyngsli
- Minni mótstaða gegn veikindum
- Handa- og fótkuldi
Ýmsir kvillar geta svo einnig valdið lágum járngildum í líkamanum en ráðlegt er að leita læknis þegar grunur leikur að við þjáumst af slíku. Bæði til að finna orsökina og svo skiptir það líka máli að vera ekki með of mikið járn í líkamanum.
Af hverju verða járngildi líkamans lág?
Ástæða þess að við erum með lág járn gildi er oftast vegna ónógs járns í fæðunni, blóðmissis, ákveðinna sjúkdóma, aukinnar járnþarfar (t.d. vegna meðgöngu) og vegna lélegs frásogs. Allir þurfa að huga að næringunni og passa að fá öll þai næringarefni úr matnum sem þörf er á eins og fremst er kostur. Við lifum ekki í fullkomnum heimi og oft er erfitt að næra sig fullkomlega en það getur skapað vandræði í meltingunni sem veldur því að við frásogum ekki öll næringarefni nógu vel. Sumir eru svo hreinlega ekki nógu duglegir að borða járnríkan mat eins og rauðrófur, rautt kjöt, grænt grænmeti, baunir, hnetur, fræ o.fl.
Upptaka járns úr fæðunni
Gott er að hafa í huga, að til að frásoga járn úr fæðunni, hjálpar til að taka C vítamín þar sem það eykur frásog. Að sama skapi skal forðast mjólkurvörur þar sem þær hindra eða draga verulega úr upptöku.
Munnspreyin frá Better You eru sérstaklega hönnuð þannig að þau frásogist beint inn í blóðrásina og fari fram hjá meltingarveginum og tryggja þannig hámarks upptöku. Litlir dropar frásogast fljótt í munninum en þetta er einföld og vísindalega sönnuð aðferð.
Notkun: 4 úðar á dag. Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
bragðgott vítamín sem tryggir góða upptöku.
-
Fjölvítamín, munnúði tryggir upptöku.
-
B12 munnúði.