Stjórnendur og stjórn
Stjórnendur
Brynjúlfur Guðmundsson
Framkvæmdastjóri
Brynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan. Brynjúlfur sinnti áður starfi markaðsstjóra lausasölulyfja hjá Artasan og þar á undan starfaði hann sem markaðsfulltrúi fyrir Evrópu og Asíu hjá ARRI í London og seinna sem ráðgjafi hjá Accenture í London, Englandi.
Brynjúlfur er með MBA gráðu og BSc í alþjóða markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Stjórn
Jón Björnsson
Stjórnarformaður
Jón Björnsson er forstjóri Veritas. Jón hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón hefur starfað sem forstjóri Origo, Festi og Krónunnar, Magasin du Nord og Haga. Jón situr í stjórn Boozt AB, Ofar og Dropp.
Fjölvar Darri Rafnsson
Stjórnarmaður
Fjölvar Darri Rafnsson er stjórnarformaður og hluthafi í Stöllum ehf. og Þyrluþjónustunni ehf. Hann er hluthafi Wedo ehf. og var fjármálastjóri þar 2016-2020. Hann var einn af stofnendum Alva ehf. sem átti Bland, Heimkaup, Skífuna, Hópkaup og stofnaði Netgíró (2010-2016). Einnig stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Vatn og Veitur árið 2010, sem var síðan selt árið 2017. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Pharma Investment B.V. 2006-2010, hollensks eignarhaldsfélags sem var í eigu Milestone og EBRD, og fjárfesti í lyfjakeðjum í Austur-Evrópu. Þar áður var hann aðstoðarmaður forstjóra hjá Degi Group ehf. og framkvæmdastjóri Office1, 2004-2006. Á árunum 2000-2004 gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Lyfju hf., þar á meðal sem starfsmanna- og rekstrarstjóri og þar áður starfaði hann hjá Capacent á Íslandi. Hann er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Jón Mikael Jónasson
Stjórnarmaður
Jón Mikael Jónasson var kjörinn í stjórn Artasan árið 2025. Hann hefur yfir 20 ára reynslu úr heildsölu- og þjónustugeiranum. Jón Mikael er núverandi framkvæmdarstjóri Ofar ehf. og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Danól ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar frá 2017-2022. Hann hefur gegnt fjölmörgum stjórnendastöðum innan Origo, Ofar og samstæðu Ölgerðarinnar og öðlast víðtæka þekkingu á rekstri fyrirtækja á sviði tækni- og neytendavöru. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk hluta náms síns við Erasmus University í Hollandi.