Um Artasan
Artasan er í fararbroddi þegar kemur að sölu og markaðssetningu á lausasölulyfjum og heilsuvörum. Vörur félagsins fást í apótekum og stórmörkuðum um allt land. Þannig bjóðum við gæðavörur sem styðja við heilsu og vellíðan almennings.
Félagið vinnur náið með framleiðendum og veitir þeim þjónustu við innflutning, skráningu, dreifingu og sölu- og markaðsmál. Við leggjum áherslu á hágæðavörur og að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum.
Það er markmið okkar að vera eftirsóknarverður samstarfsaðili á íslenskum markaði fyrir lausasölulyf og heilsuvörur – bæði í augum viðskiptavina, birgja, starfsfólks og samfélagsins í heild.
Gildi Artasan
Áreiðanleiki
Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og lofum og að lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar séu virt.
Hreinskiptni
Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar tíma.
Framsækni
Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.
Fyrirtækið leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan mögulegan hátt með skilvirkri og hnitmiðaðri starfsemi og leitar stöðugt nýrra leiða til að gera hlutina betur. Með þessu viljum við skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa einstaklinga til starfa og gera samstarfsaðilum okkar kleift að ná settum markmiðum. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.