Otrivin
Otrivin er notað við bólgum og aukinni slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki.
Ekki skal nota Otrivin lengur en 10 daga í einu.
Ekki skal nota stærri skammt er ráðlegt er, sérstaklega hjá börnum og öldruðum.
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára. 1 úði í hvora nös allt að 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum. Ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Ráðlagt er að nota síðasta skammtinn stuttu fyrir svefn.
Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Nú er dælan tilbúin til notkunar. Ef hún gefur ekki frá sér lausn þegar þrýst er á hana þarf að undirbúa dæluna að nýju eins og lýst er hér að ofan.
- Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna.
- Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni.
- Hallaðu höfðinu örlítið fram.
- Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina.
Otrivin/Otrivin Junior/Otrivin Comp/Otrivin Menthol nefúði, lausn. Inniheldur Xýlómetazólínhýdróklóríð. Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Tengdar vörur…
-
Strepsils er við eymslum og ertingu í hálsi.
-
Panodil Hot er verkjastillandi og hitalækkandi.
-
Mucolysin er slímlosandi lyf.
-
Strepsils er við eymslum og ertingu í hálsi.