Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Lamisil Once
Lamisil Once
Lamisil Once er ætlað til meðferðar við fótsvepp hjá fullorðnum.
Fullorðnir: Notið einu sinni.
Lamisil Once á að bera einu sinni á báða fætur, jafnvel þótt sýking sjáist eingöngu á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppa (húðsveppa) sem gætu verið á fætinum þar sem engin sýking er sýnileg.
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi Lamisil Once hjá börnum. Því er ekki mælt með notkun þess fyrir sjúklinga yngri en 18 ára.