Fyrstu tíu dagar fyrrverandi reykingamanns
Þér mun finnast þú vera veik/veikur og vorkenna sjálfri/sjálfum þér. Vera ergileg/ergilegur og fara snemma í háttinn. Lestu hér fyrir neðan um fyrstu tíu daga reykbindindis.
1. dagur: Þú ert búin/búinn að undirbúa þig eins vel og þú getur. Fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir hafa verið upplýstir um að þú ætlir að hætta að reykja í dag til þess að engin hætta sé á hvatningu til að vera til staðar við aðstæður sem gætu fengið þig til að efast um að þú hafir tekið rétta ákvörðun. Þú ert búin/búinn að verða þér út um nikótínlyf sem fást án lyfseðils sem þú getur gripið til ef þú þarft á hækju að halda.Þú hefur tæmt fullan öskubakka í síðasta skipti í lítinn poka sem þú getur opnað og þefað að sem örlitla óþægilega áminningu fyrir sjálfa/sjálfan þig ef þú stendur á barmi freistingar til að fá þér bara eina allra síðustu sígarettuna. ALLAR hugsanir þínar snúast um reykingar.
Ráð: Sjáðu til þess að hafa nóg fyrir stafni en þó ekki svo mikið að þér finnist þú ekki valda því. 2
2. dagur: Nikótínþörfin er verulega sár. Þér finnst þú hálflasin/hálflasinn, líður illa og fólk umhverfis þig vill helst leyfa þér að vera í friði vegna þess að þú ert ekki sérstaklega skemmtilegur félagsskapur. Líkaminn minnir þig stöðugt á að hann er háður nikótíni.
Ráð: Fáðu þér frískt loft og athugaðu hvort nikótíntyggigúmmí geti hugsanlega sefað.
3. dagur: Þú ert eirðarlaus og bölvar reykbindindinu. Ætti þetta ekki bráðum að fara að skána? Jú, en þú ert ekki enn komin/kominn yfir erfiðasta hjallann. Hins vegar er öndunin orðin auðveldari og þú finnur allt í einu að þú getur fundið bregða fyrir angan af blómvendi og nýlöguðu kaffi.
Ráð: Vertu þolinmóður/þolinmóður
4. dagur: Þú hóstar og ræskir þig. Hins vegar er ákall líkamans eftir nikótíni tekið að dvína. Minningin um örvunina býr þó enn í heilabúinu og hugsanirnar snúast áfram um sígarettuna. Þú tengir enn ákveðnar athafnir við reykhlé . Til dæmis reykingar eftir hádegisverð í vinnunni og samhliða kaffibolla.
Ráð: Bættu þér þetta upp með annarri heilsusamlegri venju eins og t.d. að hafa meðferðis gæðalegan ávöxt.
5. dagur: Þér líður mun betur líkamlega og hvað andlegu hliðinni viðvíkur ertu farin/farinn að sjá fram á bjartari tíma og gleyma reykingalöngunina við og við skamma stund. Þú gætir fengið þá brjálæðislegu hugmynd að þú komir ekki til með að missa tökin þótt þú bregðir út af brautinni og fáir þér eina sígarettu og haldir síðan áfram í reykbindindinu.
Ráð: Náðu í stubbapokann og þefaðu af honum þá víkja þessar huganir fyrir öðrum betri.
6. dagur: Þetta var sennilega ágæt hugmynd með stubbapokann. Þér finnst reykingalykt af öðrum óþægileg og jafnfram lyktin á þínu eigin heimili sem sem nú er orðin verulega áleitin.
Ráð: Gerðu hreint og loftaður út.
7. dagur: Ein vika – til hamingju! Þú ert á góðri leið.
Ráð: Taktu saman hversu háa fjárhæð þú ert búin/búinn að spara og ákveddu hvað þú ætlar að gera við fjárhæðina sem þú hefur hingað til sparað með því að vera í reykbindindi.
8.dagur: Þú lítur bjartari augum á tilveruna en fyrir nokkrum dögum síðan. Þú ert komin/kominn yfir það versta en löngunin til að reykja er enn til staðar.
Ráð: Einblíndu á það jákvæða og nýttu þér að að þú átt auðveldara með að hreyfa þig án þess að finna fyrir mæði, t.d. þegar þú ryksugar, færð þér göngutúr syndir eða ferð í teygjustökk – eða gerir hvað sem er sem bægir hugsuninni frá reykingum og veitir ánægju.
9. dagur: Þú veltir fyrir þér hvernig þú eigir að ráða við þær aðstæður þar sem þú hefur áður ávallt verið með sígarettu í hönd. Verður virkilega eitthvað félagslíf í vændum án sígaretta?
Ráð: Hringdu í vin. Þú þekkir áreiðanlega einhvern sem hefur gengið brautina á undan þér. Hlustaðu á reynslusögur annarra til að átta þig á að lífið heldur áfram – og verður betra.
10. dagur: Þú ert sannfærð/sannfærður að þetta eigi eftir að ganga upp. Þörfin og löngunin á eftir að fylgja þér áfram í nokkrar vikur til viðbótar en nú ertu með 10 daga reynslu af að takast á við hvort tveggja
Ráð: Stubbapokinn verður vinur þinn í nokkrar vikur til viðbótar. Losaðu þig svo við hann í eitt skipti fyrir öll. Einblíndu á alla góðu kostina við að vera reyklaus – nú getur þú innan skamms sagt að þú sért fyrrverandi reykingamaður og hefur lengt líf þitt um fjölda ára.