Við þurfum öll D-vítamín

/ Við þurfum öll D-vítamín

D-vítamín gegnir gríðarlega víðtæku hlutverki í líkamsstarfsemi okkar og hafa fjölmargar rannsóknir gefið okkur vísbendingar um hversu alvarlegar afleiðingar D-vítamín skortur hefur í för með sér. D-víta­mín er nauðsyn­legt fyr­ir heil­brigt tauga­kerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsyn­legt fyr­ir húðina, bein­in, sjón­ina og heyrn­ina svo nokkuð sé nefnt og það ver okk­ur fyr­ir al­var­leg­um sjúk­dóm­um. D-vítamín er í eðli sínu ekki vítamín, heldur er það forhormón og inniheldur efni sem hægt er að breyta í hormón. Í 750 milljón ár hefur D-vítamín verið framleitt af lífríkinu í formi plöntusvifs og dýrasvifs og flest dýr sem verða fyrir sólarljósi hafa getu til að framleiða D-vítamín.

Börn með beinkröm á Íslandi

D-vítamín er mikilvægt fyrir nýtingu kalks í líkamanum og
þeim sem fá ekki nóg af því er hættara en öðrum við að fá beinþynningu, vöðvarnir verða veikari og líkur á beinbrotum eykst. Hjá börnum kemur algjör D-vítamín skortur fram sem beinkröm en þá bogna bein í fótleggjum og rifbein svigna.  Þessi sjúkdómur er enn til staðar víða í heiminum og því miður eru enn börn hér á landi sem greinast með beinkröm.

100 mismunandi sjúkdómseinkenni

Rannsóknir gefa sterkt til kynna að D-vítamín sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma en vitað er um a.m.k. 100 mismunandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamínskorti. D-vítamin er talið leika lykilhlutverk gegn bólgum í líkamanum og skortur getur átt þátt í því að ónæmiskerfið virkar ekki sem skyldi. Einnig getur orðið aukin hætta á öllum helstu krabbameinum, hjartasjúkdómum, minnisglöpum, sykursýki 1 og 2, MS, liðagigt, smitsjúkdómum og jafnvel meðgöngueitrun.

D-vítamínskortur Íslendinga

Rannsókn frá 2004 leiddi í ljós að 15% Íslendinga 30 ára og eldri þjáist af D-vítamínskorti. Þá taldist vera skortur

ef gildin voru undir 25 nmól/l sem er af mörgum erlendum sérfræðingum talið allt of lágt viðmiðunargildi. Síðan þessi rannsókn var gerð hefur Landlæknisembættið hækkað skortsmörkin í 50 nmol/l.

Dr. Michael Holick sem er einn helsti sérfræðingur í heimi um D-vítamín og mikilvægi þess telur að lágmarksgildi ættu að vera 75 nmól/l og í raun eru fjölmargir sérfræðingar sömu skoðunar. Miðað við þetta þá líða nánast allir Íslendingar fyrir D-vítamínskort í einhverju mæli.

Í landskönnun á mataræði 6 ára barna frá 2011–2012 kom fram að einungis um 25%  barnanna fékk ráðlagðan dagskammt eða meira af D-vítamíni og var álíka stór hópur sem fékk minna en sem nemur lágmarksþörf (2,5 µg/dag).

Hvar fáum við D vítamín

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjöldi fólks er ekki með í hreinu hvaðan við fáum D-vítamín og getur það að skýrt að hluta hvers vegna fjöldi manns er enn í D-vítamínskorti.

Sólin okkar er megin uppspretta D vítamíns. Ekki er þó um dæmigert vítamín að ræða þar sem það verður til í líkama okkar vegna áhrifa UVB geisla sólarinnar á húðina. Á Íslandi getum við nýtt sólina sem helsta D vítamíngjafa okkar rétt yfir hásumarið og þá með því að láta hana skína á stóran hluta líkamans þegar hún er hæst á lofti eða í kringum hádegið. Sólarvarnir hefta framleiðslu á D vítamíni og fá margir hverjir því lítið sem ekkert D vítamín frá sólinni að sumri til en sólarvörn með varnarstuðli nr. 15 nægir til að fá um lítið sem ekkert af UVB geislum á húðina.

Fullkomið mataræði dugir ekkiMunnúði

 

Fullkomið mataræði bætir ekki D vítamín gildin en aðeins um 10% af D vítamíni kemur frá fæðunni og er feitur fiskur stærsta uppsprettan. Sumar vörur eru D-vítamínbættar eins og t.d. mjólk og geta þær hjálpað til en engu að síður er fólk hvatt til að taka D-vítamín sérstaklega á formi bætiefna og er þorskalýsi þar á meðal.  Af gefnu tilefni skal þó bent á að hákarlalýsi inniheldur EKKI D-vítamín.

 

400 mannslíf á Íslandi

Landlæknisembættið hvetur fólk til að taka inn D-vítamín á bætiefnaformi og ef allir næðu kjörgildum, myndi það sennilega létta á heilbrigðiskerfinu okkar.

Í Heilsubók Jóhönnu (Vilhjálmsdóttur) er ítarlegur kafli um D-vítamín sem er afar fróðlegur og gott fyrir alla að lesa. Þar segir m.a. :

„Dr. Greg Plotinikoff, læknaforstjóri hjá Penny George-heilbrigðisstofnuninni, Abbott Northwestern-spítalanum í Minneapolis, fullyrðir að inntaka á D-vítamíni sé einhver hagkvæmasta heilbrigðismeðferð sem til er. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að einungis með því að hækka D-vítamíngildi í blóði úr um 50 nmól/l (20 ng/ml) í 110 nmól/l (45 ng/ml) væri hægt að fækka ótímabærum dauðsföllum í Bandaríkjunum um 400 þúsund. Það myndi gera um 400 mannslíf hér á landi“.

D lúx 1000 og D lúx 3000 bragðgóða munnspreyið tryggir hámarksupptöku en það fæst í flestum verslunum, apótekum og heilsuhúsum. Fyrir börnin eru líka góð munnsprey:  DLúx infant með mildu jarðaberjabragði og DLúx junior með piparmintubragði.

Fyrir litlu börnin er D vítamín dropar í hreinsaðri kókosolíu frá Natures Aid algjör snilld. Börnin elska bragðið!

Ertu í skorti ?
Hér er grein sem fjallar um lúmsk skortseinkenni: http://www.visir.is/lumsk-einkenni-d-vitaminskorts/article/2014709199949

D-vítamín og geðheilsa: http://www.frettatiminn.is/d-vitamin-mikilvaegt-fyrir-gedheilsu/

Grein úr Lifandi Vísindum: http://www.visindi.is/grein/d-vitamin-er-lykillinn-ad-varnarkerfi-likamans