Útblásinn magi og sykurlöngun minnkað til muna!

/ Útblásinn magi og sykurlöngun minnkað til muna!

Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn að ég yrði sífellt uppblásnari um magann og sér í lagi efri hluta hans. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum 3 árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin. Ég las mér til um innihald og möguleg áhrif þeirra sem gætu hjálpað mér. Það sakaði ekki að prófa.

Þegar ég hafði tekið staðfastlega 2 hylki á daglega með stærstu máltíð dagsins í 2 mánuði, fór ég að finna mun.  Ég hafði í mörg ár verið afar hrifin af ákveðnum gosdrykk og hann varð hreinlega að vera til í ísskápnum.  Eftir þessa tvo mánuði fór ég að finna minnkandi löngun í sykraða gosdrykki sem einnig hefur hjálpað mikið. Aukin vatnsdrykkja kom að einhverju leyti í staðinn. Ég hef ekki verið mikil sælgætismanneskja, svo það varð enginn missir, en í dag hefur gosið að mestu fokið og engin löngun til staðar í slíkt lengur.

Ég hef einnig náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult sem fær að ferðast með mér allt sem ég fer.

Útblásin magi gerir sjaldan vart við sig í dag ef ég gæti mín á salti og sykri og tek Bio-Kult Candéa daglega.

Undirrituð er 54 ára 5 barna móðir.

Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir