Þunglyndi getur verið vísbending um D-vítamínskort

/ Þunglyndi getur verið vísbending um D-vítamínskort

Fréttablaðið 22. ágúst 2017

Allir sem fylgja ekki ráðleggingum varðandi inntöku á D vítamíni eiga í hættu á að lenda í skorti –þrátt fyrir fjölbreytt og gott mataræði. Nægilegt D vítamín er lykillinn að sterkum beinum og tönnum.

Það verður seint talað of mikið um nauðsyn þess að taka inn D-vítamín.  Sólarvítamínið, eins og það er oft kallað, gegnir gríðarlega víðtæku hlutverki í líkamsstarfsemi okkar og hafa fjölmargar rannsóknir gefið okkur vísbendingar um hversu alvarlegar afleiðingar D-vítamín skortur hefur í för með sér. D-víta­mín er nauðsyn­legt fyr­ir heil­brigt tauga­kerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er nauðsyn­legt fyr­ir húðina, bein­in, sjón­ina og heyrn­ina svo nokkuð sé nefnt og það ver okk­ur gegn al­var­leg­um sjúk­dóm­um.

Mikil vakning hefur orðið á sl. árum eða áratug hvað varðar neyslu á D-vítamíni og sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að við getum stórbætt heilsufar okkar með því að taka inn meira af því í formi bætiefna en sem nemur opinberum ráðleggingum. Helsta ástæðan er líklega sú að allt of margir eru í skorti eða við skortsmörk á meðan ráðlagðir dagsskammtar miðast við að viðhalda gildunum en ekki að hækka þau.

Börn með beinkröm á Íslandi

D-vítamín er mikilvægt fyrir nýtingu kalks í líkamanum og þeim sem fá ekki nóg af því er hættara en öðrum við að fá beinþynningu, vöðvarnir verða veikari og líkur á beinbrotum eykst. Rannsóknir sýna að með inntöku á D-vítamíni eykst upptaka kalks úr blóðinu mjög mikið eða allt að 65%. Hjá börnum kemur algjör D-vítamín skortur fram sem beinkröm en þá bogna bein í fótleggjum og rifbein svigna.  Þessi sjúkdómur er enn til staðar víða í heiminum og því miður greinast  ennþá börn hér á landi með beinkröm. Skortur D-vítamíns í fullorðnum getur valdið beinþynningu, beinmeyru, vöðvarýrnun og tannskemmdum.

100 mismunandi sjúkdómseinkenni

Rannsóknir gefa sterkt til kynna að D-vítamín sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma en vitað er um a.m.k. 100 mismunandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamínskorti. Þunglyndi getur verið vísbending um D-vítamínskort sem og bein- og/eða vöðvaverkir og höfuðsviti. D-vítamin er talið leika lykilhlutverk gegn bólgum í líkamanum og skortur getur átt þátt í því að ónæmiskerfið virkar ekki sem skyldi.

Börn á Íslandi í skorti

Rannsókn á D-vítamín inntöku í fæði ungra íslenskra barna sem gerð var árið 2005 sýndi að við 12 mánaða aldur tóku aðeins um 50% barnanna inn D-vítamíngjafa þrátt fyrir að í ungbarnavernd sé öllum ráðlagt að gefa börnum sínum AD dropa eða lýsi. Í Landskönnun á mataræði 6 ára barna frá 2011–2012 kom fram að einungis fjórðungur barnanna fékk ráðlagðan dagskammt eða meira af D-vítamíni og var D-vítamín neysla fjórðungs barna undir lágmarksþörf (2,5 µg/dag).

Þessa skýringarmynd gerði Dr. Michael Holick sem er einn fremsti sérfræðingur í heimi þegar kemur að D-vítamíni. Hún sýnir hvaða þættir það eru sem geta valdið D-vítamín skorti (eða lélegri upptöku/framleiðslu) og svo hverjar afleiðingarnar geta verið.

Hvar fáum við D vítamín

Sólin er helsta og besta uppspretta D-vítamíns en það verður til í líkama okkar vegna áhrifa UVB geisla sólarinnar á húðina. Við fáum takmarkað magn úr fæðunni og því miður dugir ekki fullkomið mataræði til að hlaða okkur D-vítamíni né til að viðhalda forðanum því aðeins um 10% af D-vítamíni kemur þaðan og er feitur fiskur þar stærsta uppsprettan. Sumar vörur eru D-vítamínbættar eins og t.d. mjólk og geta þær hjálpað til en engu að síður hvetur landlæknisembættið fólk til þess að taka D-vítamín sérstaklega á formi bætiefna og er þorskalýsi þar á meðal (ekki hákarlalýsi).

Ráðlagðir dagsskammtar mismunandi

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi benda til þess að ennþá séu allt of margir undir viðmiðunarmörkum. Töluverður munur er á því magni sem Embætti Landlæknis ráðleggur miðað við t.d. ráðleggingar ýmisa erlendra sérfræðinga, D vítamínsráðsins (Vitamin D council) og fleiri. Landlæknisembættið er mikið hófsamari í sínum ráðleggingum en miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir hérlendis er ljóst að við þurfum að taka okkur verulega á. Bæði þurfum við að taka meira inn og það þurfa fleiri að gera það til að halda heilsu.  Fjöldi sérfræðinga vilja meina að þær viðmiðunartölur sem notast er við hér á landi (og víðar), séu einfaldlega of lágar. Ef svo er , þýðir að í raun þurfum við að taka meira en sem nemur ráðlögðum dagsskammti. Sjá vefsíðu landlæknisembættisins .

Horft er til þyngdar þegar kemur að inntöku og því þurfa börn minni skammt en fullorðnir. Þar sem D-vítamín er fituuppleysanlegt efni, getur líkamsfita safnað því saman og þess vegna þurfa þeir sem eru yfir kjörþyngd meira D-vítamín en þeir sem grennri eru.

D-vítamín munnúði tryggir hámarks upptöku

Munnspreyin frá Better You hafa svo sannarlega slegið í gegn en svissnesk rannsókn sýndi að D-vítamín sem úðað er út í kinn fer mun hraðar út í líkamann heldur en venjulegar töflur af sama styrkleika. Einnig varð upptakan betri og sérstaklega hjá þeim sem voru ekki með nógu há gildi þegar rannsóknin var gerð. Önnur rannsókn sem gerð var við Háskólann í Aþenu leiddi í ljós að upptaka gegnum slímhúð í munni var mikið meiri en upptaka gegnum meltingarkerfið.

Meltingarfærasjúkdómar verða sífellt alengari og getur meltingin okkar verið undir álagi vegna ýmiskonar veikindaþ Með því að úða D-lúx út í kinn förum við framhjá meltingarkerfinu og tryggjum hraða og mikla upptöku.

 

Munnúðar frá Better You fyrir alla aldurshópa

Bragðgóðu munnúðarnir frá Better You njóta mikilla vinsælda og er nú hægt að fá þá fyrir alla aldurshópa. Einnig er komin sérstök blanda fyrir ófrískar konur sem inniheldur önnur nauðsynlegt bætiefni á meðgöngu eins og fólínsýru, K-vítamín, B1, B6 og B12. Við mælum þó með því að tekið sé inn aukaskammtur af D-vítamíni og henta þá D-lúx 1000 eða 3000 mjög vel.

D lux  munnsprey

DLúx hentar grænmetisætum og sykursjúkum, sem og þeim sem eru á glúteinlausu fæði.