Þreyta og orkuleysi úr sögunni með Neubria

/ Þreyta og orkuleysi úr sögunni með Neubria

Þreyta og orkuleysi úr sögunni með Neubria

Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum og flugkona hefur verið að notast við Neubria vörurnar með einstökum árangri og mælir hiklaust með fyrir alla.

Það er löngu ljóst að yfirþyrmandi streita getur haft skaðleg áhrif á heilsu okkar. Hraðinn í nútíma samfélagi er gríðar mikill og áreiti og kröfur til okkar sjálfs sífellt að aukast. Endalaus keyrsla og álag getur haft neikvæð áhrif á heilsu okkar og hamingju til lengdar. Nauðsynlegt er að huga vel að góðum nætursvefni m.a. til að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir komandi verkefni.

 

Svefngæði segja til um líðan daginn eftir

Svefn er ein af grunnreglunum fjórum en nægur svefn er lykillinn að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Góður svefn gefur líkamanum tækifæri til að hvílast og endurnsollaærast sem styrkir ónæmiskerfi okkar og stuðlar að góðri heilsu að viðbættu hollu og fjölbreyttu mataræði ásamt reglulegri hreyfingu. Svefn er afar mikilvægur og er undirstaða góðrar heilsu en langvarandi svefnleysi getur haft margvísleg heilsufarsleg vandamál í för með sér.

 

Ótrúlegur munur með Neubria Sleep

Sólveig Bergsdóttir hefur verið að notast við Neubria Sleep með frábærum árangri og deilir hér reynslu sinni. ,,Ég æfi yfirleitt langt fram á kvöld og vakna heldur snemma á morgnana í vinnu og hef þar af leiðandi stuttan glugga til að hvíla mig sem er óheppilegt fyrir endurheimt líkamans og oft vakna ég ansi þreytt. Ég finn ótrúlegan mun á mér þegar ég tek inn Neubria Sleep, ég sef alla nóttina og vakna útsofin þrátt fyrir stuttan svefn. Ég var í sannleika sagt mjög hissa að finna svona mikinn mun þar sem ég taldi mig yfirleitt eiga auðvelt með svefn.‘‘ segir Sólveig en Neubria Sleep inniheldur sérvalin náttúrubætiefni sem vinna saman að því að aðstoða líkamann að ná slökun og sem bestum svefngæðum. Ásamt öflugum jurtum inniheldur blandan að auki magnesíum sem til aldanna raðir hefur verið þekkt fyrir róandi og slakandi eiginleika sína á líkama og sál.

 

Kannast þú við orkuleysi í amstri dagsins?

Mörg okkar kannast eflaust við það að vera upptekin dag hvern og sjaldan verið eins mikið og í gangi eins og er þessa stundina. Jafnvel þó svo að það sé ekki mikið að gera í skólanum eða vinnunni, þá getur mörgum reynst erfitt að stíga fram úr rúminu á morgnana eða upplifað það að orkan sé búin snemma dags. ,,Ég hafði kynnt mér innihaldsefnin í Energy töflunum frá Neubria og leist vel á það sem ég sá. Virknin er á við einn kaffibolla og í þokkabót innihalda töflurnar meðal annars grænt te og B vítamín blöndu sem mér þykir mikill kostur. Energy kemur sér afar vel á morgnana eða fyrir æfingu. Ég hef verið að taka inn Energy töflurnar snemma morguns og koffínið skilar sér á innan við 20 mínútum, ég get hiklaust mælt með þessu orkugefandi bætiefni.‘‘ segir Sólveig sem mælir heilshugar með Neubria Energy fyrir þá sem vilja náttúrulega aukna orku. Neubria Energy inniheldur náttúrulegt koffín frá Guarana ávextinum, L-theanine, kakóþykkni og ginseng blöndu ásamt grænt te, fólínsýru og B vítamín blöndu sem hefur það að markmiði að draga úr þreytu og lúa, ásamt útvöldum náttúrulegum jurtum sem vinna afar vel saman.

 

Neubria ofurblöndur

Neubria eru ofurblöndur sem innihalda öflugar jurtir og mikilvæg vítamín og steinefni sem hafa það að markmiði að styðja við heilsusamlegt líferni, hvort sem það er að verða orkumeiri, öðlast betri svefn, meiri einbeitingu eða bætt minni. Vörulínan frá Neubria inniheldur fimm mismunandi vörur sem allar eiga það sameiginlegt að vera náttúrulegar og vegan. Blöndurnar eru sérstaklega hannaðar af sérfræðingum í bætiefnum og jurtum með það í huga að efla mótstöðu okkar gegn streitu og álagi. Neubria Sleep, Energy, Focus, Mood og Memory fást í helstu apótekum, Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.