Reynslusögur frá ánægðum notendum GUM tannhirðuvara

/ Reynslusögur frá ánægðum notendum GUM tannhirðuvara

Reynslusögur frá ánægðum notendum GUM tannhirðuvara

Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tennurnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir, tannfræðingur, hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörunum. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný.

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif  á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul.  Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“

Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingameðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“

Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni.