Reglulegar hægðir – lykill að góðri heilsu

/ Reglulegar hægðir – lykill að góðri heilsu

Fréttatíminnn 24. febrúar 2017

Inulin eru vatnsleysanlegar trefjar sem bæta meltinguna, efla fjölgun vinveittra gerla í þörmunum og hjálpa til við að koma reglu á hægðirnar. Að auki hefur regluleg inntaka jákvæð áhrif á kólesterólið og vinnur á innri fitu. Inulin er á duftformi, það er bragðlaust og afar  einfallt í notkun.

Inulin eru vatnsleysanlegar trefjar á duftformi. Þessar trefjar finnast í lauk, blaðlauk, hvítlauk, banönum, spergli og í kaffifífli (sikoría) en Inulin er einmitt unnið úr honum. Inulin eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar verða seigfljótandi og geta örvað vöxt æskilegra baktería í ristlinum með því að vera fæða (e. prebiotics) fyrir þær.  Þær eru því góður áburður fyrir góðu gerlana í þörmunum.

Hægðartregða og óreglulegar hægðir

Við vitum flest upp á hár hvaða mat við eigum að borða og hvað er hollt fyrir líkamann okkar. Það er hins vegar annað mál hvort við förum eftir því.
Meltingarónot, hægðartregða og vandamál tengd því eru líka allt of algeng en eins og áður sagði, þá hefur það almennt slæm áhrif á heilsufar okkar. Trefjar í formi bætiefna eru lausn fyrir marga og langflestir sem hafa notað Inulin, tala um að það komst regla á hægðirnar og að þær verði heilbrigðari.

Melting, blóðrásarkerfi og innri fita

Inulin er eins og áður sagði 100% náttúrulegt og hefur það verið rannsakað töluvert. Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar um þessar frábæru trefjar:Inulin duft - trefjar

  • Inulin bætir meltinguna og með nægilegu vökvamagni auðveldar það hægðarlosun.
  • Inulin eflir fjölgun vinveittra gerla í þörmunum og þá sérstaklega Hátt hlutfall þessara gerla hjálpa til við niðurbrot á trefjum, fóðra þarmaveggina og hafa einnig góð áhrif á ónæmiskerfið.
  • Inulin hefur jákvæð áhrif á (heildar) kólesteról og þríglýseríð í blóði.
  • Innri fita er hættulega fitan sem við sjáum ekki en hún umlykur líffærin okkar og getur valdið miklu heilsutjóni ef það er of mikið af henni. Inulin hjálpar til við niðurbrot á þessari fitu.

Þegar þessar trefjar koma í þarmana, verða til ýmis konar fitusýrur sem hafa góð heilsufarsleg áhrif á okkur.  Þetta eru t.d. acetate, proprionate og butyrate fitusýrur sem hjálpa til við niðurbrot á innri fitu og geta auðveldað upptöku á steinefnum eins og kalki, magnesíum, fosfór, kopar, járni og sinki.

Minna hungur – meiri hamingja

Trefjar eru mikil heilsubót fyrir alla því það er allt of algengt að við fáum ekki nægilega mikið af þeim úr fæðunni. Þær taka pláss þegar þær drekka í sig vökva og hægja á meltingunni og draga þannig úr sveiflum á blóðsykrinum.  Við erum minna svöng og verðum glaðari.

Auðvelt í notkun

Það er gríðarlega auðvelt að nota Inulin, það er á duftformi og ekkert mál að hræra út í glas af vatni og skella í sig.  Einnig má setja það í boost, grauta eða strá yfir morgunkorn eða jógúrt. Það er bragðlaust fyrir utan örlítinn sætukeim og sumir skella því jafnvel í kaffibollann sinn. Trefjarnar taka smá tíma í að drekka í sig vökva og verða að seigfljótandi vökva, því er alveg óhætt að setja þær í kaffibollann.

Tharmar

Inulin er eins og áður sagði góð fæða fyrir þarmaflóruna.  Hafa ber í huga að inulin er líka fóður fyrir óvinveitta gerla og er t.d. ekki ráðlegt fyrir fólk með iðrabólgu (IBS) að nota efnið. Inulin er engu að síður afar gott og mikil heilsubót fyrir flesta.

 

Hér á Vísindavefnum má lesa mikinn fróðleik um trefjar, bæði vatns- sem og óvatnsleysanlegar og hvaða áhrif þær hafa á heilsufar okkar.