Zovir krem

/ Lausasölulyf / Frunsur / Zovir krem
Dreifingaraðili: Distica

Zovir krem

Vörunúmer: 560367
Styrkleiki: 50mg/g
Pakkningastærð: 2 g
Dreifingaraðili: Distica

Zovir krem er ætlað til meðhöndlunar á Herpes simplex sýkingum á vörum og í andliti (endurvirkjuðum herpes labialis).

Fullorðnir og börn: Zovir krem á að nota fimm sinnum á dag með u.þ.b. 4 klst. millibili, en ekki að nóttu til. Meðferð ætti að halda áfram í 5 daga. Ef það dugir ekki má halda meðferð áfram í allt að 10 daga. Ef einkenni eru ekki horfin eftir 10 daga ætti sjúklingur að hafa samband við lækni. Berist á sýkt svæði eins fljótt og hægt er eftir að einkenni um sýkingu koma fram. Það er mjög mikilvægt að meðhöndla endurtekin tilfelli strax á byrjunarstigi.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Tengdar vörur…

Pöntun og dreifing: 412 7520

Starfsmenn

Fáðu aðstoð hjá starfsfólkinu okkar

Finna starfsmann

 • Artasan

  Kt: 620307-2380

  VSK númer: 093807

 • Heimilisfang

  Suðurhrauni 12a

  210 Garðabæ

 • Opnunartími

  Alla virka daga frá 9-16

 • Sími/Netfang

  Sími: 414 9200

  artasan@artasan.is

Sala og markaðssetning á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsuvörum