Turmeric munnúði

/ Heilsuvörur / Vítamín & bætiefni / Turmeric munnúði
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Turmeric munnúði

Better You
Vörunúmer: 16000156
Pakkningastærð: 25 ml
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Turmerik þekkjum við best sem heiðgula kryddið sem er eitt af undirstöðuefnunum í karrí ásamt því að vera mikið notað sem matarlitur. Turmeric (Curcuma longa) á sér djúpar rætur í indverskum lækningafræðum þar sem það hefur verið notað við bólgusjúkdómum eins og liðagigt, til þess að lækna meltingarvandamál, hreinsa blóðið, við húðvandamálum, morgunógleði og lifrarvandamálum í meira en 2000 ár. Virka efnið í Turmeric er kúrkúmín og hafa rannsóknir sýnt að bólgueyðandi áhrif þess séu ekki síðri en margra bólgueyðandi lyfja en það hefur hvorki bælandi áhrif á ónæmiskerfið né veldur það aukaverkunum.

Túrmerik eða curcumin er í hásæti bólgueyðandi efna úr náttúrunni. Það er líka það náttúrulega efni sem hefur hvað mest verið rannsakað. Þetta efni er í raun alveg einstakt því rannsóknir benda til að það sé alveg ótrúlega öflugt gegn mörgum orsökum krónískra sjúkdóma. Það er gott fyrir fólk með gigtarsjúkdóma, eykur blóðflæði og kemur jafnvægi á blóðþrýsing svo eitthvað sé nefnt.

 

turmeric

Vísindin á bak við Túrmerik munnúðann

Að baki Turmerik munnúðans frá Better You liggja áralangar rannsóknir en sú vinna fólst að mestu í því að koma efninu á það form að það verði frásogunarhæft  gegnum slímhúð í munni. Lausnin var nokkurskonar hjúpun á hverju mólekúli fyrir sig sem gerir það að verkum að þau loða ekki saman og (hlaupa í kekki) frásogast því afar vel gegnum slímhúðina.

 

Það má taka túrmerik munnúðan á hvaða tíma dags sem er. Hrista vel fyrir notkun og sprauta fjórum sinnum út í kinnarnar.

Turmeric munnúði innheldur ekki:

  • Glútein
  • Mjólkurafurðir
  • Ger
  • Soya
  • Gerviefni (litar- og bragðefni)

 

Túrmeric munnúði veitir hámarks upptöku þegar úðað er út í kinn.

Dagsskammtur inniheldur 1300 mg af túrmerik og þarf af er kúrkúmín 850 mg – hentar fyrir grænmetisætur og vegan.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…