Turmeric munnúði

/ Heilsuvörur / Vítamín & bætiefni / Turmeric munnúði
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Turmeric munnúði

Better You
Vörunúmer: 16000156
Pakkningastærð: 25 ml
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Túrmerik hefur lengi verið þekkt fyrir heilsubætandi eiginleika sína

Túrmerik þekkjum við best sem heiðgula kryddið sem er eitt af undirstöðuefnunum í karrí ásamt því að vera mikið notað sem matarlitur. Túrmerik (Curcuma longa) á sér djúpar rætur í indverskum lækningafræðum þar sem það hefur verið notað við ýmsum algengum heilsufars kvillum. Virka efnið í túrmeriki er kúrkúmín og hafa rannsóknir sýnt að það hefur hvorki bælandi áhrif á ónæmiskerfið né veldur það aukaverkunum.

Túrmerik eða curcumin er í hásæti virkra efna úr náttúrunni sem hefur heilsubætandi áhrif. Það er að auki það náttúrulega efni sem hefur hvað mest verið rannsakað.

Vísindin á bak við Túrmerik munnúðann

Að baki Túrmerik munnúðans frá Better You liggja áralangar rannsóknir en sú vinna fólst að mestu í því að koma efninu á það form að það verði frásogunarhæft gegnum slímhúð í munni. Lausnin var nokkurskonar hjúpun á hverju mólekúli fyrir sig sem gerir það að verkum að þau loða ekki saman og (hlaupa í kekki) frásogast því afar vel gegnum slímhúðina.

Það má taka túrmerik munnúðann á hvaða tíma dags sem er. Hrista skal munnúðann vel fyrir notkun og sprauta fjórum sinnum út í kinnarnar.

  • Þægilegt til inntöku – hröð og mikil upptaka
  • Hentar öllum eldri en 3 ára
  • Hentar vegan og grænmetisætum
  • Náttúrulegt appelsínubragð
  • Umbúðir gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum
  • Glúten-, mjólkur-, ger- og soyalaust. Án allra gervi-, litar- og bragðefna.

Notkun: 4 úðar á dag. Fjórir úðar gefa 1300 mg af túrmeriki (850 mg af curcumin). Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Tengdar vörur…