Siberian Ginseng

/ Heilsuvörur / Vítamín & bætiefni / Siberian Ginseng
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Flest apótek og heilsubúðir

Siberian Ginseng

Natures Aid
Vörunúmer: 16000241
Pakkningastærð: 90 tbl
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Flest apótek og heilsubúðir

Þessi planta (Eleutherococcus senticosus) er algeng í Síberíu en einnig sumstaðar í Kína og Kóreu.  Virka efnið kallast eleutherosides og getur það örvað ónæmiskerfið.  Upphaflega var ginseng notað til að koma í veg fyrir kvef og flensu og til að auka orku, lífskraft og langlífi.  Í Rússlandi er hún víða notuð sem „adaptógen“ en það er efni sem á að hjálpa líkamanum að aðlagast og vinna við mikið álag, líkamlegt sem og andlegt.

Hver tafla inniheldur 40 mg af rótarþykkni eða 600 mg af þurrkaðri rót

Ginseng hefur verið notað í kínverskum lækningum í árþúsundir en það er talið heilsubætandi, sefandi og hjartastyrkjandi.  Það hefur verið notað sem lyf, ýmist eitt sér eða með öðrum lækningajurtum við margháttuðum kvillum, m.a. blæðingarkvillum, ristilbólgum, höfuðverkjum, þreytu, svima, getuleysi, gigt, minnisleysi og lystarleysi.  Einkenni sem fylgja elliglöpum og –hrörnun sem og krabbameini hafa um aldir verið meðhöndluð með ginseng.

Vesturlönd hafa að undanförnu beint athygli sinni að styrkjandi eiginleikum þessarar mikils metnu asísku rótar sem raktir eru til svonefndra adaptógena og tengjast nýrnahettum í verkun sinni. Adaptógen eru efni sem eru talin styrkja líkamann og byggja upp heildarmótstöðu hans gegn hvers kyns álagi, hvort sem það stafar af eðlis-, líf- eða efnafræðilegri áraun. Ginseng er sagt vera lykillinn að lífsþrótti og langlífi og engin jurt taki henni fram þegar þörf er á að bæta andlegt eða líkamlegt þrek eða þegar líkaminn er viðkvæmur fyrir sýkingu. Jurtin hefur verið talin hafa mild kynörvandi áhrif.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…