Sea Buckthorn Oil

/ Heilsuvörur / Omega olíur / Sea Buckthorn Oil
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Heilsuhúsinu

Sea Buckthorn Oil

Natures Aid
Vörunúmer: 16000224
Pakkningastærð: 90 belgir
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Heilsuhúsinu

Hafþyrnir er grænn runni sem á heimkynni  sín í Evrópu og Asíu.  Hann er með silfurgráar greinar og kóralrauð, æt ber.  Hin gullna olía sem unnin er úr berjum plöntunnar kallast hafþyrniolía  og inniheldur hún mikið af ómettuðum lífsnauðsynlegum fitusýrum.  Hún er sérlega rík af Omega-7 fitusýrum  (Palmitoleic Acid) en inniheldur einnig Omega 3,6 og 9.

Omega 7 fitusýrur eru einna þekktastar fyrir að næra  slímhúðir líkamans en þurrkur í slímhúð er vel þekkt vandamál  og þá sérstaklega hjá konum.   Hafþyrniolían inniheldur einnig beta karótín sem þýðir að hún getur verið góð fyrir augun,  bæði hvað varðar sjónina og  gegn augnþurrki  og svo eru allar lífsnauðsynlegu fitusýrurnar  frábærar fyrir hjarta og æðakerfið okkar.  Hafþyrniolía hefur verið notuð gegnum aldirnar gegn ýmis konar  húðvandamálum og einnig á sár og bruna til að flýta fyrir gróanda.  Þessi samsetning fitusýra, vítamína, steinefna og sindurvara gerir þetta að fullkominni fæðubót fyrir húð, hár og neglur.

Hafþyrniolían  er eins og áður sagði mjög rík af lífsnauðsynlegum fitusýrum ásamt A, E og B vítamínum,  beta karótíni og hátt í 190 öðrum plöntu/jurta efnum (pythonutrients).  Hún er steinefnarík og innheldur kalíum, kalk, magnesíum, járn, mangan, kopar, sink, króm og selen.

Dagskammtur af Natures Aid Hafþyrniolíu eru 3 belgir og innhalda þeir 300 mg af Omega 7. Olían er einnig náttúruleg uppspretta af beta karótíni, vítamínum og Omega 3,6 og 9.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…