Probi Female

Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Probi Female

Probi
Vörunúmer: 77-006
Pakkningastærð: 60 stk.
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Inniheldur einn af mest rannsökuðu mjólkursýrugerlum heims

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru lág járngildi eitt helsta næringarvandamál í heiminum í dag og eru um það bil 20-30% kvenna á barneignaraldri taldar þjást af slíkum kvilla.

Algengt er að einungis örlítið magn af járni úr hefðbundnum járnbætiefnum nýtist í líkamanum sem þýðir að hlutfallslega mikið magn af óuppteknu járni getur orðið eftir í meltingarveginum og valdið ýmsum óþægindum.

Probi Female inniheldur einkaleyfisvarða mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v sem er einn af mest rannsökuðu mjólkursýrugerlum heims. Gerillinn hefur það að markmiði að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi.

Auk þess inniheldur blandan járn og fólínsýru sem er mikilvæg fyrir þroska á taugapípu fósturs en heili og mæna þróast út frá taugapípunni, sem og C vítamín sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og eykur upptöku járns.

Probi Female er framleitt af Probi AB í Svíþjóð og byggir á fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á undanförnum 25 árum.

  • Hentar barnshafandi konum og konum með barn á brjósti.
  • Hentar öllum aldri.
  • Hentar samhliða sýklalyfjum, látið líða 2 klst. milli inntöku sýklalyfja og Probi Female.

Notkun: 1 hylki á dag með mat. 1 hylki inniheldur 4.2 mg af járni.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Tengdar vörur…