Probi Family

probifamily
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Probi Family

Probi
Vörunúmer: 77-005
Pakkningastærð: 90 stk.
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Apótek
  • Almennar verslanir

Probi® Family er samsett úr tveimur einkaleyfisvörðum mjólkursýrugerlum

Mjólkursýrugerlar eru hluti af örlífverum þarmanna en þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og með mismunandi virkni. Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og heilsu en til þess að viðhalda heilbrigðri flóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna.

Probi Family er samsett úr tveimur mismunandi mjólkursýrugerlum, Lactobacillus plantarum HEAL9 (Lp HEAL9) og Lactobacillus paracasei 8700:2 (Lpa 8700:2).

Blandan inniheldur að auki fólínsýru sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins, B12 vítamín sem stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa og D- vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna ásamt því að stuðla að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi.

Probi Family eru afar bragðgóðar tuggutöflur sem henta allri fjölskyldunni. Framleitt af Probi AB í Svíþjóð og byggir á fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á undanförnum 25 árum

  • Hentar barnshafandi konum og konum með barn á brjósti.
  • Hentar börnum eldri en 3 ára.
  • Hentar samhliða sýklalyfjum, látið líða 2 klst. milli inntöku sýklalyfja og Probi Family.

Notkun: 1 tuggutafla á dag.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Tengdar vörur…