Pro-Derma

/ Heilsuvörur / Melting / Pro-Derma
pro derma pakki
Dreifingaraðili: Distica

Pro-Derma

Natures Aid
Vörunúmer: 16000277
Pakkningastærð: 60 hylki
Dreifingaraðili: Distica

Einstök blanda mjólkursýrugerla sem styður við heilbrigði húðarinnar. Getur dregið úr acne, rósroða, exemi og psoriasis.

Sérvaldir gerlastofnar sem rannsakaðir hafa verið sérstaklega vegna virkni þeirra á húð og hamlandi áhrifa þeirra á óvinveittar húðbakteríur. Inniheldur einnig kólín sem styður við lifrarstarfsemi og heilbrigt afeitrunarferli, A-vítamín fyrir húðina og ónæmiskerfið og Sink sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigði húðarinnar. Kopar er gott fyrir húðlitinn og til að viðhalda honum eðlilegum og að lokum er króm í þessari blöndu en það jafnar blóðsykurinn og getur haft áhrif á bólgur í húð og acne.

  • Lactobacillus Plantarum
  • Lactobacillus Reuteri
  • Lactobacillus Rhamnosus

Fullorðnir: 1 hylki 2svar á dag með máltíð í 4 vikur og svo 1 hylki daglega eftir það.

Börn frá 10 ára: 1 hylki einu sinni á dag.

Heilbrigð þarmaflóra er grunnur að góðri heilsu

Meginþorri heilbrigðra einstaklinga hafa svipaða þarmaflóru en hún er að þróast og dafna hjá okkur alla ævi. Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að samsetning  þarmaflórunnar breytist með aldrinum. Helst er talið að breytingarnar stafi af því að meltingin versni með aldrinum og fyrir vikið eigi gerlarnir erfiðar uppdráttar í þörmunum. Þarmaflóran ver okkur gegn óæskilegum örverum  og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu.  Öflug og rétt samsett þarmaflóra er grunnurinn að sterku ónæmiskerfi og oftar en ekki er hægt að rekja ýmsa líkamlega sem og andlega veikleika til lélegrar þarmaflóru.

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…