Perpsi Guard Svitastoppari

/ Lækningavörur / Sviti / Perpsi Guard Svitastoppari
svitastoppari
Dreifingaraðili: Distica

Perpsi Guard Svitastoppari

Vörunúmer: 9886
Pakkningastærð: 50 ml
Dreifingaraðili: Distica

Svitalykt og óþægileg líkamslykt er eitthvað sem við viljum vera laus við í okkar daglega amstri. Sumir glíma hins vegar við það vandamál að líkaminn framleiðir of mikinn svita (hyper hydrosis) og því fylgir oft á tíðum mjög sterk svitalykt.

Perspi-Guard® Maximum 5™ er líkamssprey sem vinnur bug á erfiðistu tilfellum af óþægilegri líkamslykt. Helsti kostur þess er að einungis þarf að nota spreyið tvisvar sinnum í viku til að ná tilætluðum árangri.

Hvað er Perspi-Guard® Maximum 5™?
Perspi-Guard® Maximum 5™ er mjög sterkur svitalyktareyðir sem hannaður er til að koma í veg fyrir svita og svitalykt hjá einstaklingum með ofvirka svitakirtla (Hyper hydrosis). Maximum 5™ má nota á alla venjulega húð til að koma í veg fyrir vandamál sem tengjast miklum svita og svitalykt. Virkni Maximum 5™ er svo mikil að einungis þarf að nota efnið tvisvar í viku. Í mjög erfiðum tilfellum gæti þó reynst þörf á meiri notkun.

Notkunarleiðbeiningar:  Berist á hreina og þurra húð einu sinni til tvisvar í viku.  Tvö skipti á viku eiga að nægja til að viðhalda svita- og lyktarlausu ástandi.  Til að ná bestum árangri skal úða á meðferðarsvæðið að kvöldi til áður en farið er að sofa.  Þvoið svæðið sem bera skal á og þurrkið vel.  Úðið í 2-3 skipti á meðferðarsvæðið og látið þorna.  Þvoið ykkur eins og þið eruð vön daginn eftir, hvort sem farið er í sturtu eða þrifið með öðrum hætti.  Má nota undir hendur, á hendur, á kálfa og á fætur.  Notið ekki annan svitalyktareyði á sama tíma þar sem það gæti truflað meðferðina.  Ef nauðsyn ber til, er mælt  með því að nota lyktargefandi efni á aðra líkamshluta en þá sem úðaðir eru með Maximum 5™.

Innihaldsefni: Ethyl Alcohol, Aqua, Aluminium Chloride, Aluminium Chlorohydrate, Glycerin, Alcloxa, Dimethicone Copolyol, Propylene Glycol, Triethyl Citrate.

Tengdar vörur…