Parasidose Lavender sjampó

/ Lækningavörur / Lús / Parasidose Lavender sjampó
sjampó
Dreifingaraðili: Distica

Parasidose Lavender sjampó

Laboratories Gilbert
Vörunúmer: 604289
Pakkningastærð: 200 ml
Dreifingaraðili: Distica

Parasidose Lavender sjampóið er ætlað til eftirmeðferðar eftir Parasidose lúsameðferðina.
Parasidose Lavender Sjampó inniheldur Lavender olíu auk annarra efna sem gera það að verkum að sjampóið nærir hársvörð á sama tíma og það styrkir hár og vinnur gegn flækjum sem lúsin gæti falist í.  Að lokinni meðferð verður hárið meðfærilegt auk þess að ilma af lavender. Sjampóið er einstaklega milt fyrir hársvörðinn og hjálpar til við að hreinsa það sem eftir er af efnum sem notuð voru í lúsameðferðinni.

Leiðbeininingar um notkun að lokinni lúsameðferð:
1. Setjið ríflega í lófa og berið í hársvörð og hár.
2. Nuddið vel í hársvörð og tryggið að hár séu aðskilin og sjampóið dreifist vel um hárið.
3. Skolið hárið mjög vel til að tryggja að nit og dauðar lýs verði ekki eftir í hárinu.

Varnaðarorð:
Forðist að efnið berist í augu. Ef það gerist, skolið þá með hreinu vatni. Einvörðungu til notkunar útvortis. Forðist að geyma brúsann þar sem mikill hiti er.

Þetta sjampó er ekki ætlað sem lúsameðferð heldur sem fyrirbyggjandi vörn og viðbót til hreinsunar eftir notkun á
Parasidose lúsameðferð. Prófað á húð (Dermatologically tested)

Tengdar vörur…